Published: 2015-07-27 18:14:14 CEST
Icelandair Group hf.
Reikningsskil

EBITDA hjá Icelandair Group eykst á milli ára á 2. ársfjórðungi

  • EBITDA var jákvæð um 50,3 milljónir USD samanborið við 45,2 milljónir USD á öðrum ársfjórðungi 2014.
  • Arðbær innri vöxtur í millilandaflugi og lægra eldsneytisverð skýrir að mestu afkomubatann milli ára.
  • Flutningatekjur jukust um 2%, en heildartekjur drógust saman um 1%
  • Eiginfjárhlutfall var 36% í lok júní.
  • Handbært fé frá rekstri 86,7 milljónir USD.

 

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri:

„Afkoma á öðrum ársfjórðungi var góð, EBITDA nam 50,3 milljónum USD og jókst um  5,0 milljónir USD samanborið við afkomu annars ársfjórðungs 2014. Helsta skýringin á góðu gengi félagsins er arðbær innri vöxtur í millilandastarfsemi félagsins. Framboð í millilandafluginu var aukið um 15% á fjórðungnum samanborið við síðasta ár og á sama tíma fjölgaði farþegum um 17%. Sætanýting var góð, nam 81,8% og jókst um 1,8 prósentustig á milli ára.  Þá hefur lækkun eldsneytisverðs á milli ára jákvæð áhrif á afkomuna. Rekstur annarrar starfsemi félagsins gekk einnig vel á fjórðungnum.

Í upphafi árs gáfum við út EBITDA-spá sem nam 160-165 milljónum USD og staðfestum við hana við birtingu uppgjörs fyrir fyrsta ársfjórðung í apríl síðastliðnum.  Rekstur félagsins hefur gengið vel á fyrstu sex mánuðum ársins, auk hagfelldrar þróunar á ytri aðstæðum frá síðasta uppgjöri. Uppfærðar forsendur gera nú ráð fyrir að EUR/USD krossinn verði að meðaltali 1,10 út árið í stað 1,07 sem hefur jákvæð áhrif á reksturinn.  Eins hefur bókunarstaða fyrir næstu mánuði í millilandaflugi styrkst umfram væntingar félagsins og hefur það að öðru óbreyttu jákvæð áhrif á afkomu á síðari hluta ársins, þá sérstaklega á afkomu þriðja ársfjórðungs.  Að teknu tilliti til þessara þátta er nú gert ráð fyrir að EBITDA félagsins fyrir árið 2015 verði á bilinu 180-185 milljónir USD.“  

 


Fréttatilkynning Q22015.pdf
Icelandair Group hf 30 6 2015.pdf