English Icelandic
Birt: 2015-07-22 10:39:23 CEST
Orkuveita Reykjavíkur
Reikningsskil

CORRECTION: Góð afkoma hjá OR á fyrsta ársfjórðungi 2015

Reykjavík, 2015-07-22 10:39 CEST -- Ath.: Bætt hefur verið við enskri útgáfu skýrslu um fjár- og áhættustýringu OR 2014. Íslensk frétt er óbreytt frá upphaflegri útgáfu.

Rekstur Orkuveitu Reykjavíkur (OR) skilaði 3,3 milljarða króna hagnaði á fyrsta fjórðungi ársins 2015 og eiginfjárhlutfall hefur styrkst frá áramótum. Mikill árangur hefur náðst í fjár- og áhættustýringu í rekstri OR og fyrirtækið gefur út í dag skýrslu um markmið í málaflokknum, hvað áunnist hefur og að hverju er unnið.

Árshlutareikningur samstæðu OR F1 2015 var samþykktur af stjórn í dag. Hann er gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal IAS 34 um árshlutareikninga. Vegna uppskiptingar OR í upphafi árs 2014 var ekki gerður árshlutareikningur fyrir F1 2014. Því er samanburður við fyrra ár ekki gerður í þessum árshlutareikningi.

Stöðug afkoma og rekstur á Plani

Með aukinni festu í rekstrarumhverfi OR, aðhaldi í rekstrinum sjálfum og bættri áhættustýringu hafa tekjur og gjöld fyrirtækisins orðið fyrirsjáanlegri og afkoman traustari. Sú áætlun sem eigendur OR og stjórn fyrirtækisins hleyptu af stokkunum 2011, Planið, hefur gengið eftir og gott betur. Það hefur skilað sér í hærra eiginfjárhlutfalli, sem var 34,6% í lok uppgjörstímabilsins, 31. mars 2015.

Rétt er að benda á að afkoma OR er gjarna best á fyrsta fjórðungi árs. Það á trúlega einnig við í ár þar sem framkvæmdakostnaður er síður kominn fram vegna erfiðs tíðarfars í vetur og vor.

Stakkaskipti í fjár- og áhættustýringu

Mikil umskipti hafa orðið í fjár- og áhættustýringu OR síðustu ár og í dag er gefin út skýrsla um stöðu þeirra mála hjá fyrirtækinu. Markmið útgáfunnar er að auka gegnsæi í þessum mikilvæga þætti í starfi fyrirtækisins og að veita upplýsingar sem eflt geta faglega umræðu um hann. Skýrslan er miðuð við árslok 2014. Í henni sést hvernig OR hefur mætt þeirri gagnrýni sem fram kom á fjár- og áhættustýringu fyrirtækisins í skýrslu úttektarnefndar eigenda OR, sem út kom haustið 2012.

         Nánari upplýsingar:
         Ingvar Stefánsson
         framkvæmdastjóri fjármála OR
         516 6000


Fjar og ahttustyring OR 2014 - skyrsla.pdf
Orkuveita Reykjavikur arshlutareikningur F1 2015.pdf
Stouskyrsla ageraratlunar F1 2015.pdf