English Icelandic
Birt: 2015-07-16 17:05:36 CEST
ÍL-sjóður
Breyting á stjórn/framkvæmdastjórn/endurskoðendum

Nýr forstjóri Íbúðalánasjóðs

Stjórn Íbúðalánssjóðs hefur ráðið Hermann Jónasson sem forstjóra sjóðsins.

Hermann er lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands (1995), héraðsdómslögmaður (2000) og löggiltur verðbréfamiðlari frá Háskólanum í Reykjavík (2003).

Hermann starfaði:

  • hjá Fjármálaráðuneytinu sem lögfræðingur á Tekju- og lagaskrifstofu ráðuneytisins (1995–2000),
  • hjá Landsbréfum hf. sem forstöðumaður Verðbréfasviðs (2000–2002),
  • hjá Landsbanka Íslands hf. sem forstöðumaður Verðbréfaþjónustu og Sérbankaþjónustu auk þess að vera framkvæmdastjóri Íslenska lífeyrissjóðsins (2002-2004),
  • hjá Landsbanka Íslands hf. sem framkvæmdastjóri Sölu- og markaðssviðs (2004-2008)
  • hjá Tal hf. sem forstjóri og leiddi þar m.a. sameiningu fjarskiptafyrirtækjanna Hive og Sko (2008-2010)
  • hjá Arion banka hf. sem framkvæmdastjóri Þróunar- og markaðssviðs (2010-2011)
  • hjá Lögfræðistofu Jónatansson & co. að lögfræðistörfum fyrir slitastjórn VBS fjárfestingarbanka hf. (2011-2015)

Hermann er giftur Guðrúnu Sigtryggsdóttur, yfirlögfræðingi hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og saman eiga þau þrjár dætur.

Hermann mun hefja störf hjá Íbúðalánasjóði n.k. mánudag 20. júlí.