Published: 2015-06-18 22:25:10 CEST
Reitir fasteignafélag hf.
Fyrirtækjafréttir

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar hefst 19. júní 2015

Í samræmi við samning Reita fasteignafélags hf. við Arctica Finance hf. um framkvæmd endurkaupaáætlunar, mun hún hefjast frá og með morgundeginum, 19. júní 2015 og verða í gildi þar til 29. febrúar 2016 eða til þess dags sem aðalfundur félagsins árið 2016 er haldinn, eftir því hvor dagsetningin kemur fyrr, nema að takmörkunum heimildar til endurkaupanna sé fyrr náð. Áætlað er að kaupa allt að 34 milljónum hluta sem jafngildir 4,51% af útgefnu hlutafé, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna verði aldrei meiri en 2.300 millj. kr.

Arctica mun leggja fram kauptilboð í Kauphöllinni á hverjum viðskiptadegi fyrir ákveðnum fjölda hluta sem heimilt er að kaupa hverju sinni, fyrst 250.000 hlutir, eftir að opnunaruppboði Kauphallarinnar lýkur.

Verð það sem Arctica skal bjóða fyrir hvern hlut skal vera jafnt hæsta óháða kauptilboði í hlutabréf félagsins sem liggur inni í Kauphöllinni þegar tilboðið er sett inn, nema síðasta skráða dagslokagengi hlutabréfa félagsins í Kauphöllinni sé hærra, þá skal miða við það, en þó skal það tilboð aldrei vera hærra en sem nemur verði síðustu óháðu viðskipta með hlutabréf félagsins í Kauphöllinni.

Viðskipti með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða tilkynnt eigi síðar en við lok sjöunda viðskiptadags eftir að viðskiptin fara fram.

Nánari upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 575 9000 eða 660 3320 og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 575 9000 eða 669 4416.