Published: 2015-06-08 18:41:33 CEST
Reitir fasteignafélag hf.
Fyrirtækjafréttir

REITIR: Fjarðabyggðarhöllin seld.

Sveitarfélagið Fjarðabyggð og Reitir hafa ákveðið að ganga til samninga um Melgerði 15 á Reyðarfirði, svokallaða Fjarðabyggðarhöll. Kaupverðið nemur rúmum 760 milljónum kr., en Fjarðabyggð hefur kauprétt á eigninni samkvæmt ákvæðum leigusamnings. Leiðir salan til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) félagsins fyrir árið 2015 lækkar um rúmar 30 milljónir kr. Salan fellur vel að yfirlýstri fjárfestingastefnu Reita.

Nánari upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 575 9000 eða 660 3320 og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 575-9000 eða 669 4416.