Published: 2015-06-06 00:55:02 CEST
Reitir fasteignafélag hf.
Fyrirtækjafréttir

REITIR: Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins í tengslum við ákvörðun þess nr. 15/2010.

Reitum fasteignafélagi hefur borist tilkynning um að Samkeppniseftirlitið hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu forsendur fyrir því að viðhalda þeim skilyrðum sem hluthafarnir undirgengust að hlíta á grundvelli sáttar sem birt var samhliða ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 15/2010 vegna yfirtöku Arion banka, Landsbanka, Íslandsbanka, Glitnis og Haf funding á Reitum fasteignafélagi á sínum tíma, enda séu ekki vísbendingar um að bankarnir fari lengur með yfirráð yfir Reitum í skilningi samkeppnislaga.

Nánari upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 575 9000 eða 660 3320, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 575 9000 eða 669 4416.