Published: 2015-05-26 17:42:33 CEST
Reitir fasteignafélag hf.
Fjárhagsdagatal

REITIR: Birting uppgjörs 1. ársfjórðungs 2015 þann 28. maí 2015

Reitir fasteignafélag hf. birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2015 eftir lokun markaða fimmtudaginn 28. maí.

Reitir bjóða fjárfestum og markaðsaðilum á opinn fund þar sem Guðjón Auðunsson, forstjóri, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, munu kynna uppgjör fjórðungsins. 

Fundurinn verður haldinn föstudaginn 29. maí kl. 8:30 á Iðu, í Zimsenhúsinu að Vesturgötu 2a, 101 Reykjavík. 

Kynningarefni fundarins verður birt samhliða uppgjörinu og verður aðgengilegt á fjárfestasíðu Reita, www.reitir.is/fjarfestar.