Published: 2015-05-21 12:02:11 CEST

Eik fasteignafélag hf.: Niðurstöður aðalfundar Eikar fasteignafélags hf.

Aðalfundur Eikar fasteignafélags hf. var haldinn fimmtudaginn 21. maí 2015 á 20. hæð í Turninum, Smáratorgi 3, Kópavogi.

Tillögur stjórnar sem lágu fyrir fundinn má finna á www.eik.is/hluthafar

 1. Ársreikningur

Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins vegna ársins 2014.

 1. Ráðstöfun hagnaðar félagins á rekstrarárinu 2014

Aðalfundur samþykkti tillögur stjórnar um að greiða 580.000.000 kr. í arð.

 1. Starfskjarastefna félagsins

Aðalfundur samþykkti starfskjarastefnu félagsins eins og hún var lögð fyrir fundinn.

 1. Kjör stjórnar og ákvörðun um þóknun til stjórnar fyrir störf þeirra fyrir komandi starfsár

Eftirtaldir aðilar voru kosnir í stjórn félagsins:

 • Agla Elísabet Hendriksdóttir
 • Arna Harðardóttir
 • Eyjólfur Árni Rafnsson
 • Frosti Bergsson
 • Stefán Árni Auðólfsson

Aðalfundur samþykkti að mánaðarleg stjórnarlaun myndu verða óbreytt frá ákvörðun síðasta aðalfundar. Laun stjórnarmanna nemi þannig 225.000 kr. og stjórnarformaður fái greidd tvöföld laun

 1. Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarfélags

Aðalfundur samþykkti að KPMG ehf. yrði endurkjörið endurskoðunarfyrirtæki félagsins.

 1. Önnur mál sem löglega eru fram borin

Engin önnur mál voru tekin til afgreiðslu á fundinum.

HUG#1923038