Icelandic
Birt: 2015-04-30 18:09:52 CEST
Reitir fasteignafélag hf.
Hluthafafundir

Niðurstöður aðalfundar Reita fasteignafélags hf. 30. apríl 2015

Niðurstöður aðalfundar Reita fasteignafélags hf. sem haldinn var 30. apríl 2015

Fimmtudaginn30. apríl 2015 var aðalfundur Reita fasteignafélags hf. haldinn á Hótel Reykjavík Natura, þingsal 2. Fundurinn hófst kl. 14.00.

Tillögur þær sem lágu fyrir fundinum og þær breytingartillögur sem vísað er til að neðan má finna á heimasíðu félagsins www.reitir.is/is/fjarfestar/adalfundir.

1. Ársreikningur og samstæðureikningur félagsins fyrir liðið starfsár.
Aðalfundur samþykkti ársreikning og samstæðureikning félagsins vegna ársins 2014.

2. Ráðstöfun hagnaðar félagsins á síðastliðnu starfsári
Tillaga stjórnar um að greiða ekki út arð vegna rekstrarársins 2014 var samþykkt.

3. Starfskjarastefna félagsins.
Aðalfundur samþykkti starfskjarastefnu fyrir félagið eins og hún var lögð fyrir fundinn.

4. Stefna félagsins um ráðstöfun verðmæta til hluthafa.
Aðalfundur samþykkti stefnu félagsins um ráðstöfun verðmæta til hluthafa eins og hún lá fyrir fundinum utan þess að samþykkt var fyrirliggjandi breytingartillaga við 1. mgr. 4. gr. stefnunnar.

5. Heimild til kaupa á eigin hlutum skv. 55. gr. laga um hlutafélög.
Aðalfundur samþykkti tillögu um heimild til kaupa á eigin hlutum  eins og hún lá fyrir fundinum.

6. Breytingar á samþykktum félagsins.
a) Tillaga um breytingu á 8. gr. samþykkta félagsins varðandi kaup á eigin hlutum var samþykkt.
b) Tillaga um breytingu á 6. tl. 15. gr. samþykkta félagsins um að taka skuli einnig ákvörðun um laun undirnefnda stjórnar fyrir á aðalfundum félagsins var samþykkt. 
c) Tillaga um breytingu á 17. gr. samþykkta félagsins um að ekki skuli vera varamenn í stjórn félagsins var samþykkt.

7. Kjör stjórnarmanna félagsins.
Eftirtaldir aðilar voru kosnir í stjórn félagsins með margfeldiskosningu:
Elín Árnadóttir
Gunnar Þór Gíslason
Martha Eiríksdóttir
Thomas Möller
Þórarinn V. Þórarinsson

8. Kjör endurskoðanda eða endurskoðunarfélags.
Aðalfundur samþykkti að KPMG hf. yrði endurkjörið sem endurskoðunarfélag félagsins.

9. Ákvörðun um laun stjórnar og undirnefnda stjórnar fyrir komandi starfsár.
Aðalfundur félagsins samþykkti að mánaðarleg stjórnarlaun fyrir komandi starfsár skuli vera 210.000 kr. fyrir almenna stjórnarmenn og 420.000 kr. fyrir stjórnarformann. Þóknun til formanns endurskoðunarnefndar yrði 78.750 kr. á mánuði og til annarra nefndarmanna 52.500 kr. á mánuði. Þóknun nefndarmanna í starfskjaranefnd verður 52.500 kr. fyrir hvern setinn fund. Greiðslur til endurskoðenda félagsins skuli vera samkvæmt reikningi.

10. Önnur mál.
Engin önnur mál voru tekin til afgreiðslu á fundinum og var honum slitið kl. 15.45.