Published: 2015-04-24 11:12:11 CEST
Icelandair Group hf.
Fyrirtækjafréttir

Afkoma á 1. ársfjórðungi 2015 umfram áætlanir

Samkvæmt drögum að árshlutareikningi fyrir fyrsta ársfjórðung er gert ráð fyrir að afkoma félagsins verði betri á fjórðungnum en ráðgert var í upphafi árs, aðallega vegna hærri tekna og betri nýtingar. Gert er ráð fyrir að EBITDA verði neikvæð um USD 2-4 milljónir. Sætinýting í millilandaflugi var 4,9 prósentustigum hærri en á sama tímabili á síðasta ári og herbergjanýting hótela var 7,8 prósentustigum hærri.  Á móti kemur að þróun EUR/USD hefur verið óhagstæðari en gert var ráð fyrir.

Horfur fyrir árið í heild eru góðar og bókanir fyrir stærstu mánuði ársins líta vel út. Í afkomuspá fyrir árið í heild gerir félagið nú ráð fyrir að EUR/USD krossinn verði að meðaltali 1,07 á síðustu 9 mánuðum ársins en í afkomuspá sem birt var í byrjun febrúar var gert ráð fyrir að krossinn væri 1,15.  Styrking USD gagnvart Evrópumyntum hefur og mun hafa neikvæð áhrif á afkomu félagsins, sérstaklega á háannatíma.  Betri afkoma á fyrsta ársfjórðungi gerir það að verkum að afkomuspá félagsins fyrir árið í heild helst óbreytt, þrátt fyrir óhagstæða gengisþróun.  Félagið gerir ráð fyrir að  fyrir að EBITDA verði á bilinu 160-165 milljónir USD.  Starfsemi félagsins er mjög háð ytri aðstæðum, svo sem sveiflum á gjaldmiðla- og eldsneytisverðum og óvissa á vinnumarkaði á Íslandi getur haft veruleg áhrif á afkomuna.

Árshlutareikningur félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung 2015 verður birtur 29. apríl n.k. og kynningarfundur fyrir markaðsaðila verður 30. apríl kl. 16.30 í sal 3 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura.

 

 

Frekari upplýsingar veita:

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri
bubbi@icelandairgroup.is
896 1455

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála
bogi@icelandairgroup.is
665 8801