English
Published: 2015-04-15 16:44:05 CEST
Hafnarfjarðarkaupstaður
Annual report/ annual accounts

Hafnarfjarðarkaupstaður ársreikningur 2014

Ársreikningur Hafnarfjarðarkaupstaðar 2014

Rekstrarniðurstaða ársins fyrir óvenjulega liði var jákvæð um 409 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir rekstrarafgangi að fjárhæð 619 milljónir. Þetta frávik má rekja til hækkunar á  lífeyrisskuldbindingu sveitarfélagsins, um 928 milljónir króna, sem er 515 milljónir umfram áætlun.

Rekstrarniðurstaða ársins var jákvæð um 76 milljónir króna en meðal óvenjulegra liða er gjaldfærsla vegna niðurstöðu dóms Hæstaréttar frá 5. mars 2015 að sveitarfélaginu beri að greiða ríkinu fjármagnstekjuskatt auk vaxta vegna sölu á eignarhlut í HS Orku hf. á árinu 2008 að fjárhæð 333 milljóna króna. 

Tekjur námu 19.648 milljónum króna sem er 418 milljónum umfram áætlun. Laun og launatengd gjöld eru stærsti útgjaldaliður sveitarfélagsins og námu 9.985 milljónum króna sem er 442 milljónum krónum hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Annar kostnaður var 7.163 milljónir sem er 230 milljónum umfram áætlun. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og óreglulega liði nam 1.634 milljónum króna. Fjármagnsliðir námu 1.226 milljónum króna sem er 67 milljónum umfram áætlun. Veltufé frá rekstri nam um 1.593 milljónum króna sem er 478 milljónum lægra en áætlun gerði ráð fyrir.

Heildarskuldir bæjarins lækkuðu um 696 milljónir króna á árinu þrátt fyrir hækkun lífeyrisskuldbindingar. Skuldahlutfallið hélt áfram að lækka og var komið í 202% um áramótin en var hæst 294% árið 2009. Skuldaviðmiðið var komið í 176% í lok árs en það var 274% árið 2009.

Rekstur málaflokka gekk vel og var í takt við áætlun. Stærsti málaflokkurinn er fræðslu- og uppeldismál en til hans var varið um 8.748 milljónum króna. Til félagsþjónustu var varið um 2.637 milljónum króna og til æskulýðs- og íþróttamála var varið um 1.599 milljónum króna.

Heildareignir í lok árs námu samtals 48.198 milljónum króna og hafa þær lækkað um 285 milljónir milli ára og heildarskuldir og skuldbindingar námu samtals 39.766 milljónum króna.

Íbúar Hafnarfjarðar voru 27.818 þann 1. desember 2014 samanborið við 27.325 árið áður sem  er íbúafjölgun um 493 eða 1,8%.

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2014 var lagður fram í bæjarstjórn í dag og er aðgengilegur á vef Hafnarfjarðar www.hafnarfjordur.is

Hafnarfjarðarkaupstaður ársreikningur 2014 http://hugin.info/165969/R/1911478/682031.pdf

HUG#1911478


Hafnarfjararkaupstaur arsreikningur 2014.pdf