Icelandic
Birt: 2015-04-13 19:04:16 CEST
Reitir fasteignafélag hf.
Fyrirtækjafréttir

Landsbankinn hf. hyggst selja allt að 10% eignarhlut í Reitum fasteignafélagi hf.

Landsbankinn hf. hefur ákveðið að bjóða til sölu allt að 10% eignarhlut í Reitum fasteignafélagi hf. Um er að ræða þegar útgefna hluti í Reitum, en alls á Landsbankinn tæplega 18% eignarhlut í félaginu.

Markaðsviðskipti Landsbankans hafa umsjón með sölu hlutanna, sem mun fara fram í útboði þar sem nýtt er undanþáguheimild frá útgáfu lýsingar, í samræmi við heimild í c-lið, 1. töluliðar, 1. málsgreinar 50. greinar laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Lágmark hvers tilboðs er 250.000 hlutir í Reitum og er hver hlutur 1 kr. að nafnverði. Lágmarksgengi í útboðinu verður 63,0 krónur á hlut. Tilboðum skal skila á sérstöku tilboðsblaði sem fjárfestar geta nálgast hjá Markaðsviðskiptum Landsbankans.

Fyrirkomulag útboðsins verður með þeim hætti að öll samþykkt tilboð miðast við það gengi sem tilboðsgjafi leggur inn en útboðið verður þannig amerískt útboð (e. multi price). Fjárfestar geta skilað inn fleiri en einu tilboði. Seljandi kann að samþykkja fleiri en eitt tilboð frá hverjum tilboðsgjafa. Nánari útboðsskilmálar eru í meðfylgjandi viðhengi en þá er einnig hægt að nálgast á vef Landsbankans, www.landsbankinn.is.

Tilboðsfrestur rennur út klukkan 16:00 (GMT) miðvikudaginn 15. apríl 2015. Tilkynnt verður um niðurstöðu útboðsins í fréttakerfi NASDAQ Iceland að útboði loknu og eigi síðar en klukkan 09:30 fimmtudaginn 16. apríl 2015.

Nánari upplýsingar veita:
Árni Maríasson, forstöðumaður Markaðsviðskipta Landsbankans, s. 410-7335 / 863-9998
Arnar Arnarsson, Verðbréfaviðskipti Landsbankans, s. 410-7336 / 821-2083
 


Utbosskilmalar 13 04 2015.pdf