Icelandic
Birt: 2015-02-25 18:27:04 CET
Reginn hf.
Reikningsskil

Ársreikningur Regins hf. 2014

  • Rekstrartekjur Regins hf. á árinu 2014 námu 4.765 m.kr.
  • Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir var 3.035 m.kr.
  • Bókfært virði fjárfestingareigna í lok árs var 53.637 m.kr. samanborið við 40.122 m.kr. í árslok 2013. Matsbreyting á árinu var 1.206 m.kr.
  • Hagnaður eftir tekjuskatt nam 2.229 m.kr.
  • Handbært fé frá rekstri nam 1.672 m.kr. á árinu 2014.
  • Vaxtaberandi skuldir voru 32.861 m.kr. í lok árs 2014 samanborið við 24.837 m.kr. í árslok 2013.
  • Eiginfjárhlutfall var í lok árs 32,7%.
  • Hagnaður á hlut á árinu 2014 var 1,61 samanborið við 1,87 árið áður.

Félagið er skráð í Kauphöll Íslands (NASDAQ OMX Iceland hf.), fjöldi hluthafa  í árslok 2014 voru 628 samanborið við 619 í árslok 2013.  

Rekstur og afkoma

Afkoma Regins á árinu 2014 var góð og í samræmi við áætlun félagsins. Rekstrartekjur námu 4.765 m.kr.og þar af námu leigutekjur 4.237 m.kr.. Leigutekjur hafa hækkað um 20% samanborið við árið 2013. Rekstrarhagnaður fyrir söluhagnað, matsbreytingu og afskriftir / EBITDA var 3.035 m.kr. sem samsvarar 23%  hækkun samanborið við árið 2013.

Stjórn félagsins leggur til að ekki verður greiddur arður á árinu 2015. Aðalfundur félagsins verður haldinn 21. apríl nk.

Eignasafn og efnahagur

Eignasafn Regins samanstendur af fullgerðu atvinnuhúsnæði með háu útleiguhlutfalli og traustum leigutökum. Í lok árs 2014 átti Reginn 53 fasteignir. Heildarfermetrafjöldi fasteignasafnsins var 224 þúsund fermetrar. Útleiguhlutfall fasteignasafnsins er um 97% miðað við  tekjur.

Fasteignasafn Regins er metið á gangvirði í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Safnið er metið í lok hvers árs í tengslum við gerð ársreiknings og við matið er stuðst við núvirt framtíðar sjóðsflæði einstakra eigna. Matsbreyting á árinu 2014 var 1.206 m.kr.

Stækkun félagsins og horfur

Í samræmi við fjárfestingarstefnu félagsins hefur á árinu verið unnið að stækkun og styrkingu á eignasafni þess. Á tímabilinu var fasteignafélagið  RA 5 ehf. keypt en það eignasafn samanstendur af fjölbreyttu atvinnuhúsnæði um 28.500 m2. Einnig var fasteignafélag sem hýsir fasteignir Hótels Óðinsvéa (Þórsgata 1 og Lokastígur 2) keypt. Gerður var samningur um kaup á verslunar- og þjónustuhúsnæði, alls 8.000 m2 á Hörpureitum í miðborg Reykjavíkur, en afhending mun fara fram vorið  2017.

Í tengslum við kaup félagsins á RA 5 ehf. var hlutafé félagsins aukið um 128,7 m.kr. að nafnvirði. Skýrir það að hluta breytingar sem urðu á „Hagnaður á hlut“ milli áranna 2013 og 2014.

Horfur í rekstri

Stjórnendur félagsins telja að horfur í rekstri séu góðar og engar vísbendingar eru um annað en að áætlanir félagsins standist.

Kynning á félaginu

Samhliða birtingu á þessu uppgjöri boðar Reginn til opins kynningarfundar fimmtudaginn 26. febrúar kl. 8:30 í Listasafni Reykjavíkur (Hafnarhúsinu), Tryggvagötu 17. Helgi S. Gunnarsson forstjóri félagsins mun kynna afkomu ársins 2014 og svara spurningum. Skráning á kynningarfundinn fer fram í gegnum netfangið fjarfestatengsl@reginn.is

Fundinum verður einnig varpað í gegnum netið á eftirfarandi slóð:

http://streymi.nyherji.is/Mediasite/Play/03a1b4c743394d6ca9c2eef492d02d981d

Ársreikningur Regins hf. 2014. var samþykktur af stjórn þann 25. febrúar. Hægt er að nálgast ársreikning félagsins á www.reginn.is/fjarfestar/

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson

Forstjóri Regins hf.

Sími: 512 8900 / 899 6262


Reginn hf. - arsreikningur 2014 - undirritaur.pdf
Reginn hf. - frettatilkynning arsreikningur 2014.pdf
Reginn hf. - Kynning a uppgjori arsreiknings 2014.pdf