Published: 2014-12-22 10:20:34 CET
Icelandair Group hf.
Fyrirtækjafréttir

Útgáfa skuldabréfs

Icelandair Group hf. hefur lokið sölu á nýjum flokki óveðtryggðra skuldabréfa. Skuldabréfaflokkurinn, sem ber auðkennið ICEAIR 15 1, er til fimm ára, útgefinn í Bandaríkjadal og ber fasta 4,25% vexti sem greiðast hálfsárslega.

Skuldabréf að fjárhæð 23.660.000 Bandaríkjadala voru seld innlendum fagfjárfestum þann 19. desember sl. Heildarheimild útgáfu í þessum skuldabréfaflokki er 75 milljónir Bandaríkjadala.

Skuldabréfaflokkurinn verður gefinn út rafrænt og verður útgáfulýsing birt á heimasíðu Verðbréfaskráningar Íslands í fyrsta lagi þann 15. janúar 2015. Skuldabréfin verða gefin út með heimild Seðlabanka Íslands.

Óskað verður eftir að skuldabréfaflokkurinn verði tekinn til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi og mun Íslandsbanki annast skráninguna.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group
Netfang: bogi@icelandairgroup.is

Sími: 665 8801