Published: 2014-12-08 21:12:38 CET
Eik fasteignafélag hf.
Heildarfjöldi atkvæða og heildarfjöldi hluta

Niðurstaða hlutafjárútboðs til forgangsréttarhluthafa Eikar fasteignafélags hf.

Nýir hlutir seldir fyrir 3,0 milljarða króna til forgangsréttarhluthafa

Hlutafjárútboði til forgangsréttarhluthafa í Eik fasteignafélagi hf. lauk kl. 16:00 í dag, 8. desember 2014. Forgangsréttarhöfum var boðið að kaupa nýja hluti fyrir samtals 3,0 milljarða króna og nýttu þeir allir rétt sinn að fullu. Veruleg umframeftirspurn var eftir hlutum.  Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hf. hafði umsjón með útboðinu.

 

Eftir ofangreinda hlutafjáraukningu mun heildarhlutafé Eikar fasteignafélags hf. nema 3.465.180.435 krónum.

 

Frekari upplýsingar veita:

Garðar Hannes Friðjónsson,

forstjóri Eikar fasteignafélags hf.

gardar@eik.is, s. 5902200 / 861-3027

 

Kolbeinn Friðriksson

framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eikar fasteignafélags hf.

kolbeinn@eik.is, s. 5902209 / 7812111