Published: 2014-12-10 07:38:11 CET
Icelandair Group hf.
Fyrirtækjafréttir

Samið við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA)

Icelandair Group hf., Icelandair ehf. og FÍA hafa undirritað kjarasamning sem gildir til 30. september 2017. Samningurinn fer nú í kynningu og atkvæðagreiðslu hjá FÍA.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group: „Þessi nýi þriggja ára samningur við FÍA er, ef hann verður samþykktur, mikilvægt skref fyrir félagið. Með stöðugleika gefast tækifæri til áframhaldandi innri vaxtar.“

  

Frekari upplýsingar:

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri
bubbi@icelandairgroup.is
896 1455

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála
bogi@icelandairgroup.is
665 8801