English Icelandic
Birt: 2014-10-30 17:20:37 CET
Icelandair Group hf.
Reikningsskil

Góð afkoma Icelandair Group á 3. ársfjórðungi 2014

  • Hagnaður eftir skatta nam 85,8 milljónum USD samanborið við 65,3 milljónir USD árið áður.
  • EBITDA nam 123,9 milljónum USD samanborið við 102,2 milljónir USD árið áður.
  • Heildartekjur jukust um 13%.
  • Eiginfjárhlutfall 46% í lok september.
  • Handbært fé frá rekstri 5,8 milljónir USD samanborið við 30,3 milljónir USD árið áður.

   

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri:

„Millilandaflug félagsins gekk vel á þriðja ársfjórðungi og var afkoma þess mjög góð. Framboð í leiðakerfinu var aukið um 19% frá fyrra ári. Sætanýting var 84,2%, og jókst um 0,7 prósentustig frá fyrra ári. Tæplega 970 þúsund farþegar ferðuðust með félaginu í fjórðungnum og hafa þeir aldrei verið fleiri. Aukin umsvif í millilandaflugi ásamt mikilli fjölgun ferðamanna til Íslands höfðu jákvæð áhrif á aðra starfsemi samstæðunnar.

Hagnaður félagsins á þriðja ársfjórðungi nam 85,8 milljónum USD og jókst um 20,5 milljónir USD frá fyrra ári. Fjárhagslega er félagið mjög sterkt og tilbúið til þess að takast á við verkefni framtíðarinnar, en þegar hefur verið tilkynnt um áætlanir um 12% vöxt í millilandaflugi á næsta ári.

Vegna góðs gengis á þriðja ársfjórðungi gerum við nú ráð fyrir að EBITDA ársins 2014 muni nema 150-155 milljónum USD sem er hækkun frá áður útgefinni afkomuspá.“

 

Frekari upplýsingar veita:

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri
bubbi@icelandairgroup.is
896 1455

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála
bogi@icelandairgroup.is
665 8801


Frettatilkynning Q32014.docx
Icelandair Group hf 30 9 2014.pdf