Published: 2014-10-06 17:54:56 CEST
Icelandair Group hf.
Fyrirtækjafréttir

Flutningatölur september 2014

Félagið flutti 260 þúsund farþega í millilandaflugi í september og voru þeir 21% fleiri en í september á síðasta ári. Framboðsaukning  var 21% á milli ára og sætanýting nam 79,7% samanborið við 77,6% í september 2013.  Farþegum fjölgaði mest á N-Atlantshafsmarkaðinum eða um 33,9%. 

Farþegar í innanlands- og Grænlandsflugi voru um 26 þúsund í september sem er aukning um 4% á milli ára.  Sætanýting nam 75,1% og jókst um 3,9 prósentustig samanborið við september 2013. Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um 35% á milli ára.  Nýting véla í leiguflugsverkefnum var 85,7% samanborið við 96,7% í fyrra. Nýtingin lækkar milli ára því ein vél var í viðhaldsskoðun í mánuðinum.  Fraktflutningar drógust saman um 3% frá því á síðasta ári. Fjöldi seldra gistinótta á hótelum félagsins jókst um 17% á milli ára. Herbergjanýting var 81,3% og var 11,5 prósentustigum hærri en í september 2013.

     

MILLILANDAFLUG SEP 14 SEP 13 BR. (%) ÁTÞ 14 ÁTÞ 13 BR. (%)
Fjöldi farþega 260.447 215.035 21% 2.072.262 1.788.519 16%
Sætanýting 79,7% 77,6% 2,1 %-stig 80,7% 80,1% 0,6 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 996,2 821,2 21% 7.649,0 6.500,1 18%
             
INNANLANDSFLUG OG GRÆNLANDSFLUG SEP 14 SEP 13 BR. (%) ÁTÞ 14 ÁTÞ 13 BR. (%)
Fjöldi farþega 25.944 24.961 4% 229.317 239.613 -4%
Sætanýting 75,1% 71,2% 3,9 %-stig 71,7% 71,5% 0,1 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 12,9 13,1 -2% 119,4 123,9 -4%
             
LEIGUFLUG SEP 14 SEP 13 BR. (%) ÁTÞ 14 ÁTÞ 13 BR. (%)
Flugvélanýting 85,7% 96,7% -11,0 %-stig 94,0% 91,1% 2,9 %-stig
Seldir blokktímar 1.544 2.389 -35% 15.963 21.491 -26%
             
FRAKTFLUTNINGAR SEP 14 SEP 13 BR. (%) ÁTÞ 14 ÁTÞ 13 BR. (%)
Framboðnir tonnkm. (ATK´000) 20.159 18.957 6% 169.289 154.490 10%
Seldir tonnkm. (FTK´000) 8.315 8.541 -3% 72.719 70.139 4%
             
HÓTEL SEP 14 SEP 13 BR. (%) ÁTÞ 14 ÁTÞ 13 BR. (%)
Framboðnar gistinætur 23.142 22.956 1% 248.785 246.523 1%
Seldar gistinætur 18.806 16.025 17% 194.476 183.084 6%
Herbergjanýting 81,3% 69,8% 11,5 %-stig 78,2% 74,3% 3,9 %-stig

 

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s: 840-7010


Traffic Data - September.pdf