English Icelandic
Birt: 2014-08-12 23:45:00 CEST
HS Orka hf.
Reikningsskil

HS Orka hf. leggur fram árshlutareikning fyrir fyrri helming ársins 2014

Reykjanesbæ, 12. ágúst 2014

 

Stjórn HS Orku hf samþykkti á fundi sínum í dag árshlutareikning fyrirtækisins fyrir tímabilið 1. janúar til 31. júní 2014. Árshlutareikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla, IFRS og er í íslenskum krónum. Árshlutareikninginn má finna á vefsíðu fyrirtækisins http://www.hsorka.is

Helstu atriði árshlutareikningsins eru þessi:

·Rekstartekjur fyrirtækisins námu 3.582 milljónum á tímabilinu, samanborið við 3.590 m.kr. á sama tímabili 2013. Hagnaður tímabilsins af reglulegri starfsemi nam 740 m.kr. samanborið við 1.415 m.kr. tap á sama tímabili 2013. Heildarhagnaður var 715 m.kr, samanborið við 1.480 m.kr. tap á sama tímabili 2013.

·EBITDA er alls um 1.342 m.kr.  á fyrri helmingi ársins 2014 en var 1.294 m.kr. á sama tímabili 2013.

·Eiginfjárhlutfall 30. júní 2014 var mjög sterkt eða 59,7% en var í árslok 2013 58,0%.

·Fjármagnsliðir hafa töluverð áhrif á afkomu fyrirtækisins eins og oft áður.  Breyting á virði afleiða (framtíðarvirði orkusölusamninga sem tengjast álverði) er neikvæð um 242 m.kr. en var neikvæð um 3.950 m.kr. á sama tímabili á árinu 2013.  Á móti kemur 221 m.kr. gengishagnaður á árinu 2014, en á sama tímabili í fyrra var þessi hagnaður 1.126 m.kr.  

·Regluleg starfsemi fyrirtækisins gengur vel og hækkaði EBITDA samanborið við sama tímabil í fyrra um 4% eða sem nam 50 m.kr. Tekjur lækkuðu um örlítið á milli tímabila eða um 8 m.kr.Þá lækkaði rekstrarkostnaður um 1% eða sem nemur 32 m.kr. milli sömu tímabila. Megin ástæðan fyrir þessari lækkun tekna var lækkun álverðs en á móti kom að tekjur hafa aukist talsvert á smásölumarkaði. Á kostnaðarhliðinni hefur rekstrarkostnaður orkuvera og flutningskostnaður lækkað, orkukaup hafa  aukist lítillega. Þá hefur skrifstofu og stjórnunarkostnaður lækkað, fyrst og fremst vegna kostnaðar við gerðardómsmál vegna orkusölusamnings við Norðurál á Grundartanga sem var umtalsverður fyrri hluta 2013 en er ekki til staðar á árinu 2014.

·Frekari upplýsingar veitir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku hf, í síma 855 9301.


HS Orka Financial Statement 30 June 2014 - pdf.pdf