Published: 2014-07-30 17:43:44 CEST
Icelandair Group hf.
Reikningsskil

Verkfallsaðgerðir flugstétta höfðu áhrif á rekstur 2. ársfjórðungs

  • Hagnaður eftir skatta nam 22,4 milljónum USD samanborið við 18,5 milljónir USD árið áður.
  • EBITDA nam 45,2 milljónum USD samanborið við 42,9 milljónir USD árið áður.
  • Heildartekjur jukust um 12%.
  • Neikvæð áhrif verkfallsaðgerða flugstétta á uppgjör annars ársfjórðungs námu 3,5 milljónum USD.
  • Eiginfjárhlutfall 34% í lok júní.
  • Handbært fé frá rekstri 83,6 milljónir USD samanborið við 106,4 milljónir USD árið áður.   

 

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri:

„Vinnudeilur við flugstéttir höfðu áhrif á rekstur annars ársfjórðungs. Vegna kjaradeilna þurfti að fella niður 157 flug og breyta bókunum yfir 22 þúsund farþega. Tekjutap og beinn kostnaður Icelandair Group vegna þessa nam um 3,5 milljónum USD. Hagnaður Icelandair Group á öðrum ársfjórðungi nam 22,4 milljónum USD og jókst um 3,9 milljónir USD á milli ára. Þrátt fyrir að afkoma af millilandastarfsemi hafi verið undir væntingum vegna verkfallsaðgerða þá gekk önnur starfsemi samstæðunnar vel. Mikil fjölgun ferðamanna til Íslands skilaði sér í góðri afkomu félaga okkar í ferðatengdri þjónustu. Afkoma í fraktstarfsemi félagsins var góð og jókst á milli ára. Þá hafði bakfærsla á niðurfærslu krafna í leiguflugsstarfsemi félagsins jákvæð áhrif á afkomuna.

Fjárhagsleg staða félagsins er sterk.  Heildareignir nema nú 947,6 milljónum USD og eiginfjárhlutfallið var 34% í lok fjórðungsins.  Vaxtaberandi skuldir hafa farið lækkandi undanfarin ár og nema nú 60,2 milljónum USD á sama tíma og handbært fé og markaðsverðbréf nema 283,3 milljónum USD. Bókunarstaða í millilandaflugi fyrir komandi mánuði hefur batnað eftir að vinnudeilum lauk og almennar horfur í rekstri samstæðunnar eru góðar. Miðað við núverandi rekstrarforsendur er gert ráð fyrir að EBITDA ársins muni verða á bilinu 145-150 milljónir USD, sem er hækkun frá því sem tilkynnt var um í júní. Betri heimtur krafna í leiguflugstarfsemi vega þungt í hækkuninni.“

 

Frekari upplýsingar veita:

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri
bubbi@icelandairgroup.is
896 1455

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála
bogi@icelandairgroup.is
665 8801


Fréttatilkynning Q22014.pdf
Icelandair Group hf 30 6 2014.pdf