Icelandic
Birt: 2014-07-25 11:51:53 CEST
Origo hf.
Reikningsskil

Nýherji skilar 69 mkr heildarhagnaði á öðrum ársfjórðungi

Helstu upplýsingar:

  • Heildarhagnaður á öðrum ársfjórðungi nam 69 mkr og 125 mkr á fyrri árshelmingi [Q2 2013: Heildartap 862 mkr, 1H 2013: Heildartap 1.012 mkr]
     
  • Vöru- og þjónustusala á öðrum ársfjórðungi nam 2.853 mkr og 5.712 mkr á fyrri árshelmingi [Q2 2013: 2.815 mkr, 1H 2013: 5.470 mkr]
     
  • EBITDA nam 207 mkr á öðrum ársfjórðungi og 398 mkr á fyrri árshelmingi [Q2 2013: 161 mkr, 1H 2013: 183 mkr]
     
  • Jákvæð afkoma hjá öllum félögum samstæðunnar á fyrri árshelmingi
     
  • Framlegð var 749 mkr á öðrum ársfjórðungi og 1.502 mkr á fyrri árshelmingi [Q2 2013: 664 mkr, 1H 2013: 1.228 mkr]
     
  • 86% vöxtur í erlendum tekjum milli ára hjá TM Software
     
  • Tækjaleiga Nýherja seld til Sonik Tækni  ehf. í fjórðungnum
     
  • Áfram vöxtur í sölu á Lenovo tölvubúnaði
     
  • Vaxtaberandi skammtímaskuldir endurfjármagnaðar, veltufjárhlutfall 1,28 í lok júní

 

Finnur Oddsson, forstjóri:

 

„Rekstur Nýherja er að styrkjast og afkoma á öðrum ársfjórðungi er í takt við væntingar. Jákvæð afkoma er hjá öllum félögum samstæðunnar á fyrri helmingi árs. Rekstur Applicon á Íslandi er stöðugur og skilar ágætri afkomu og hagnaður er af rekstri Applicon í Svíþjóð, sem eru mikilvæg umskipti eftir taprekstur síðustu ár. Umtalsverður tekjuvöxtur er áfram hjá TM Software, einkum vegna mikillar sölu á Tempo hugbúnaði, sem nú er seldur til ríflega 100 landa í gegnum netið. Þessi vöxtur Tempo er okkur afar mikilvægur, allar þær tekjur eru erlendar og hafa aukist um 86% á milli ára. Tæplega helmingur veltu TM Software er því í erlendri mynt. Tekjur Nýherja af vörusölu og rekstrarþjónustu á innanlandsmarkaði eru stöðugar en afkoma batnar lítillega á milli ára, sem er í samræmi við væntingar. Gert er ráð fyrir hóflegum vexti í tekjum og afkomu samstæðunnar á næsta ársfjórðungi.

Að undanförnu höfum við unnið eftir áætlun sem miðar að því að einfalda skipulag Nýherjasamstæðunnar, efla lausnaframboð og þjónustu við viðskiptavini, bæta afkomu og styrkja eiginfjárstöðu. Okkur hefur miðað vel áleiðis en töluvert er enn í land, sérstaklega þegar horft er til fjármagnsskipunar félagsins. Framundan eru frekari úrbætur þar á og horfum við þar m.a til skipulags og uppbyggingar samstæðunnar.“

 

 

 

 

 

 


Nyherji arshlutar 30.6.2014.pdf
Uppgjorstilkynning Nyherja - Q2 2014.pdf