Icelandic
Birt: 2014-07-24 16:00:00 CEST
Embla Medical hf
Reikningsskil
Össur - Annar ársfjórðungur 2014
Meginatriði á öðrum ársfjórðungi 2014
  * Hagnaður jókst um 106% milli ára.
Hagnaðurinn nam 17 milljónum
    Bandaríkjadala eða 13% af sölu, samanborið við
8 milljónir dala og 8% af
    sölu á öðrum ársfjórðungi 2013.
  * Sala nam 133
milljónum Bandaríkjadala, samanborið við 106 milljónir dala á
    öðrum
ársfjórðungi 2013. Söluvöxtur var 23%, þar af 3% innri vöxtur, hvort
   
tveggja mælt í staðbundinni mynt.
  * Sala á spelkum og stuðningsvörum jókst um
30% samanborið við annan
    ársfjórðung 2013, þar af var innri vöxtur
neikvæður um 1%, hvort tveggja
    mælt í staðbundinni mynt.
  * Sala á
stoðtækjum jókst um 15% samanborið við annan ársfjórðung 2013, þar af
    var
innri vöxtur 8%, hvort tveggja mælt í staðbundinni mynt.
  * Framlegð nam 85
milljónum Bandaríkjadala eða 64% af sölu, samanborið við 65
    milljónir dala
og 61% af sölu á öðrum ársfjórðungi 2013.
  * EBITDA nam 29 milljónum
Bandaríkjadala og EBITDA framlegð 22% af sölu,
    samanborið við 15 milljónir
dala og 14% af sölu á öðrum ársfjórðungi 2013.
  * Handbært fé frá rekstri nam
25 milljónum Bandaríkjadala eða 19% af sölu,
    samanborið við 11 milljónir
dala og 11% af sölu á öðrum ársfjórðungi 2013.

Endurskoðuð áætlun fyrir árið
2014
Félagið  hefur  endurskoðað  áætlun  fyrir  árið  2014 vegna mikils
söluvaxtar í
stoðtækjum,  aukinnar skilvirkni í rekstri og kaupa á tveimur
litlum fyrirtækjum
á árinu. Endurskoðuð áætlun fyrir árið 2014 er
eftirfarandi:
  * Söluvöxtur í staðbundinni mynt á bilinu 16-18% (var áður
14-16%)
  * Innri söluvöxtur á bilinu 3-4%, mælt í staðbundinni mynt (var áður
2-4%)
  * EBITDA framlegð sem hlutfall af sölu á bilinu 19-20% (var áður
17-19%)
  * Fjárfestingar (CAPEX) á bilinu 2,5-3,5% af sölu (óbreytt)
  * Virkt
skatthlutfall um 26% (óbreytt)

Jón Sigurðsson, forstjóri:

"Árangur  okkar á
fyrri helmingi  ársins er einkar ánægjulegur.  Árið fór vel af
stað  og nú á 
öðrum ársfjórðungi skilum  við methagnaði og áframhaldandi sterku
sjóðstreymi. 
Söluvöxtur í EMEA er áfram góður  og árangur þeirra félaga sem við
höfum keypt
undanfarið er í takti við okkar væntingar. Sala á stoðtækjum er mjög
góð  og þá
sérstaklega sala á hátæknivörum sem staðfestir velgengni okkar á
þeim
vettvangi."

Símafundur og hádegisverðarfundur með markaðsaðilum
föstudaginn 25. júlí 2014

Símafundur föstudaginn 25. júlí kl. 10:00
Símafundur
 verður haldinn með fjárfestum föstudaginn 25. júlí kl. 10:00 þar sem
Jón 
Sigurðsson,  forstjóri,  og  Sveinn  Sölvason,  fjármálastjóri,  munu
kynna
niðurstöður ársfjórðungsins. Innhringinúmer á símafundinn er
800-8660.

Hádegisverðarfundur föstudaginn 25. júlí kl. 12:00
Félagið  býður
jafnframt  markaðsaðilum á  Íslandi til  hádegisverðarfundar þann
25. júlí  kl.
 12:00 þar  sem  Jón  Sigurðsson,  forstjóri,  og Sveinn
Sölvason,
fjármálastjóri  munu  kynna  niðurstöður ársfjórðungsins.
Hádegisverðarfundurinn
verður  haldinn í höfuðstöðvum Össurar hf. að Grjóthálsi
5, 4. hæð. Vinsamlegast
tilkynnið þátttöku með því að senda tölvupóst á
netfangið mottaka@ossur.com.

[HUG#1837158]

 


Ossur financial statement 30.06.2014.pdf
Ossur Press Release Q2 2014 English.pdf
Q2 2014 Investor Presentation.pdf