Published: 2014-07-07 17:58:05 CEST
Icelandair Group hf.
Fyrirtækjafréttir

Flutningatölur júní 2014

Félagið flutti um 309 þúsund farþega í millilandaflugi í júní og voru þeir 15% fleiri en í júní á síðasta ári. Framboðsaukning  var 16% á milli ára. Sætanýting nam 82,5% og jókst um 0,4 prósentustig á milli ára.  Fella þurfti niður 65 flug og breyta 10 þúsund bókunum vegna verkfallsaðgerða flugvirkja í mánuðinum.

Farþegar í innanlands- og Grænlandsflugi voru 27 þúsund í júní og fækkaði um 3% á milli ára.  Sætanýting nam 69,1% og dróst saman um 1,4 prósentustig á milli ára. Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um 26% m.v. júní á síðasta ári.  Fraktflutningar jukust um 2% á milli ára. Framboð á gistinóttum hjá hótelum félagsins jókst um 1% miðað við júní á síðasta ári. Herbergjanýting var 77,8% og var 4,3 prósentustigum hærri en í júní 2013.

 

MILLILANDAFLUG JÚN 14 JÚN 13 BR. (%) ÁTÞ 14 ÁTÞ 13 BR. (%)
Fjöldi farþega 308.545 268.604 15% 1.103.143 967.114 14%
Sætanýting 82,5% 82,1% 0,4 %-stig 77,8% 77,5% 0,3 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 1.117,2 963,8 16% 4.204,2 3.614,3 16%
             
INNANLANDSFLUG OG GRÆNLANDSFLUG JÚN 14 JÚN 13 BR. (%) ÁTÞ 14 ÁTÞ 13 BR. (%)
Fjöldi farþega 27.199 27.971 -3% 138.649 149.231 -7%
Sætanýting 69,1% 70,5% -1,4 %-stig 70,0% 70,4% -0,4 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 14,7 15,0 -2% 65,4 69,9 -6%
             
LEIGUFLUG JÚN 14 JÚN 13 BR. (%) ÁTÞ 14 ÁTÞ 13 BR. (%)
Flugvélanýting 87,5% 100,0% -12,5 %-stig 96,4% 89,0% 7,4 %-stig
Seldir blokktímar 1.598 2.157 -26% 10.665 14.166 -25%
             
FRAKTFLUTNINGAR JÚN 14 JÚN 13 BR. (%) ÁTÞ 14 ÁTÞ 13 BR. (%)
Framboðnir tonnkm. (ATK´000) 22.534 20.203 12% 101.197 92.434 9%
Seldir tonnkm. (FTK´000) 8.013 7.856 2% 48.987 46.930 4%
             
HÓTEL JÚN 14 JÚN 13 BR. (%) ÁTÞ 14 ÁTÞ 13 BR. (%)
Framboðnar gistinætur 36.029 35.552 1% 148.253 147.616 0%
Seldar gistinætur 28.035 26.150 7% 107.000 99.664 7%
Herbergjanýting 77,8% 73,6% 4,3 %-stig 72,2% 67,5% 4,7 %-stig

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s: 8407010