Published: 2014-07-07 11:36:27 CEST
Eik fasteignafélag hf.
Fyrirtækjafréttir

Áhrif brunans að Skeifunni 11 á skuldabréfaflokkinn EIK 12 01

Eik fasteignafélag hf. á húsnæði að Skeifunni 11d þar sem Stilling er til húsa, og að Skeifunni 11, 2. og 3. hæð þar sem Promennt er til húsa. Er þetta sá hluti hússins sem stóð fjærst brunanum. Ljóst er að tjón hefur orðið á húsnæði félagsins en félagið telur það minna heldur en útlit var fyrir. Í því samhengi vill félagið þakka Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og öðrum slökkviliðssveitum sem tóku þátt í að ráða niðurlögum eldsins fyrir vel unnin störf.

Húsnæðið að Skeifunni 11, 2. og 3. hæð, er hluti af veðandlagi skuldabréfaflokksins EIK 12 01. Eik fasteignafélag telur að bruninn muni ekki hafa áhrif á veðhæfi skuldabréfaflokksins EIK 12 01, þar sem fasteignir félagsins eru brunatryggðar, né greiðslugetu félagsins til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart flokknum.

 

Frekari upplýsingar veitir

Garðar Hannes Friðjónsson,

forstjóri Eikar fasteignafélags hf.

Sími: 861-3027

Netfang: gardar@eik.is