Published: 2014-06-23 10:45:40 CEST
Icelandair Group hf.
Fyrirtækjafréttir

Breyting á afkomuspá vegna áhrifa vinnudeilna

Samkvæmt stefnu félagsins um fjárfestatengsl þá birtir félagið í upphafi hvers árs EBITDA spá og er hún uppfærð eða staðfest í tengslum við birtingu árshlutareikninga félagsins.  Samkvæmt viðmiðunarreglum félagsins um innherjaupplýsingar skal birta uppfærða spá  um leið og fyrir liggur að spáin hafi breyst um meira en 10%.  Þrátt fyrir að það eigi ekki við nú þá telur félagið, í ljósi aðstæðna, rétt að birta uppfærða EBITDA spá nú þegar rekstraruppgjör fyrir maí  liggur fyrir. Uppfærð afkomuspá tekur tillit til uppfærðra rekstrarforsendna og núverandi bókunarstöðu. 

Samkvæmt uppfærðri spá er gert ráð fyrir að EBITDA ársins verði um 138 – 143 milljónir USD, en spáin í upphafi árs var 145 – 150 milljónir USD.  Gert er ráð fyrir að gengi EUR gagnvart USD verði 1,35 það sem eftir ársins og að verð á flugvélaeldsneyti verði að meðaltali 1.000 USD per tonn.   Bein áhrif aðgerða flugstétta á rekstur félagsins eru áætluð um 3,5 milljónir USD.  Þá tekur spáin tillit til hærri launakostnaðar og lægri tekna en gert var ráð fyrir í upphaflegri spá, en tekjuspá félagsins lækkaði á milli mánaða sem má rekja til aðgerða flugstétta.  Í spánni er ekki gert ráð fyrir frekari kostnaði vegna vinnudeilna á árinu.

   

Frekari upplýsingar:

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri
bjorgolfur@icelandairgroup.is
896 1455

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála
bogi@icelandairgroup.is
665 8801