Icelandic
Birt: 2014-06-20 15:00:00 CEST
Nasdaq Nordic
Fjárfestatilkynningar

STRAUMUR FJÁRFESTINGABANKI VIÐURKENNDUR RÁÐGJAFI Á FIRST NORTH ICELAND

Reykjavík, 20. júní, 2014 – NASDAQ OMX Iceland tilkynnir að í dag hefur Straumur fjárfestingabanki hf. (Straumur) fengið leyfi til að starfa sem viðurkenndur ráðgjafi (e. Certified Adviser) á First North Iceland. Með þessu er Straumur orðið fullgildur ráðgjafi fyrirtækja við skráningu verðbréfa á hlutabréfa- og skuldabréfamarkað First North Iceland og á meðan viðskipti eru með verðbréf viðkomandi fyrirtækja á markaðnum.

”Við bjóðum Straum fjárfestingabanka velkominn á First North Iceland.“, sagði Kristín Rafnar, forstöðumaður skráningarsviðs NASDAQ OMX Iceland. „Við vinnum ötullega að því að efla First North Iceland og aðkoma Straums að markaðnum verður sannarlega lyftistöng í þeim efnum. Framundan eru spennandi tímar fyrir fyrirtæki í vexti sem velja að afla sér fjármagns á markaðnum.“                               

“Frekari uppbygging og efling hlutabréfamarkaðar á First North Iceland felur í sér ýmis tækifæri og við erum ánægð með að vera komin í hóp þeirra aðila sem eru viðurkenndir ráðgjafar á First North Iceland.” , sagði Páll Ragnar Jóhannesson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Straums.

Hlutverk viðurkennds ráðgjafa felst einkum í að vera félögum til halds og trausts þegar skráningarferli stendur yfir og vera ráðgjafi og milliliður í samskiptum við markaðinn meðan verðbréf félags eru í viðskiptum. Það er á ábyrgð viðurkennds ráðgjafa að fylgjast með því að félög uppfylli ávallt þær aðgangskröfur og upplýsingaskyldu sem gildir á First North Iceland.

  

#

Um First North

First North er skilgreint sem markaðstorg fjármálagerninga (e. Multilateral Trading Facility = MTF), rekið af NASDAQ OMX kauphöllunum á Norðurlöndunum. First North hefur ekki sömu lagalega stöðu og skipulegur verðbréfamarkaður innan Evrópusambandsins. Félög á First North gangast undir reglur markaðstorgsins sem eru ekki þær sömu og gilda á Aðalmarkaði. Fjárfestingar á First North kunna því að vera áhættusamari en á Aðalmarkaði. Frekari upplýsingar: http://www.nasdaqomxnordic.com/firstnorth/

 

Um NASDAQ OMX Group

NASDAQ OMX (NASDAQ:NDAQ) er leiðandi þjónustuveitandi á sviði verðbréfaviðskipta, kauphallartækni, upplýsingaþjónustu og þjónustu við skráð fyrirtæki í sex heimsálfum. NASDAQ OMX gerir viðskiptavinum sínum kleift að skipuleggja, hagræða og framkvæma framtíðarsýn sína í viðskiptum af öryggi, með margreyndri tækni sem veitir gagnsæi og innsýn í nútíma alþjóðlega fjármálamarkaði. NASDAQ OMX er frumkvöðull í rafrænum kauphallarviðskiptum, en tækni þess er notuð á yfir 70 mörkuðum í 50 löndum og  knýr um það bil ein af hverjum 10 viðskiptum í heiminum. NASDAQ OMX er heimili meira en 3,400 skráðra fyrirtækja að markaðsvirði yfir 8,5 billjón Bandaríkjdala. Fyrir meiri upplýsingar, heimsæktu www.nasdaqomx.com

 

Fyrirvari vegna staðhæfinga um framtíðarhorfur

Þau mál sem hér er skýrt frá taka til staðhæfinga um framtíðarhorfur sem gerðar eru samkvæmt svonefndum Safe Harbor ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum frá 1995 (Private Securities Litigation Reform Act of 1995). Þessar staðhæfingar taka meðal annars til en takmarkast þó ekki við staðhæfingar um afurðir og þjónustu NASDAQ OMX. Við minnum á að þessar staðhæfingar eru ekki trygging fyrir framtíðarafkomu. Raunveruleg niðurstaða kann að vera allt önnur en sú sem fram kemur berum orðum eða með öðrum hætti í staðhæfingum um framtíðarhorfur. Í staðhæfingum um framtíðarhorfur eru ýmsir áhættu- og óvissuþættir eða aðrir þættir sem NASDAQ OMX hefur ekki stjórn á. Þessir þættir byggjast á en takmarkast þó ekki við þætti sem gerð er grein fyrir í ársskýrslu NASDAQ OMX á svonefndu Form 10-K og árshlutaskýrslum sem sendar eru til bandaríska verðbréfaeftirlitsins. Við tökumst ekki á hendur neinar skuldbindingar um að endurskoða að neinu leyti staðhæfingar um framtíðarhorfur. Engin trygging er fyrir því að verðbréfaeftirlitið muni veita NASDAQ OMX aðila það vald og leyfi sem hann kynni að sækja.

 

 

         FJÖLMIÐLASAMSKIPTI:
         NASDAQ OMX
          Kristín Jóhannsdóttir
          525 2844/ 868 9836
          kristin.johannsdottir@nasdaqomx.com
         
         Straumur fjárfestingabanki hf.
          Magnús Ingi Einarsson
          585 6659/840 9159
          magnus.einarsson@straumur.com


2014_0620_Straumur_CA.pdf