English Icelandic
Birt: 2014-06-10 10:00:00 CEST
Nasdaq Nordic
Fjárfestatilkynningar

ENDURSKOÐUN SAMSETNINGAR OMXI8 VÍSITÖLUNNAR

Reykjavík, 10. júní, 2014 - NASDAQ OMX Group, Inc. (NASDAQ:NDAQ) tilkynnir í dag niðurstöður endurskoðunar á OMX Iceland 8 vísitölunni (NASDAQ OMX Iceland: OMXI8ISK), sem gerð er tvisvar á ári. Endurskoðuð samsetning tekur gildi 1. júlí, 2014. Endurskoðunin tekur mið af áður tilkynntri breytingu (1. apríl 2014) um fjölgun félaga í vísitölunni úr sex félögum í átta.

Samsetning OMXI8 vísitölunnar frá og með 1. júlí 2014 verður eftirfarandi:

Hagar hf.

HB Grandi hf.

Icelandair Group hf.

Marel hf.

N1 hf.

Sjóvá hf.

Tryggingamiðstöðin hf.

Vátryggingafélag Íslands hf.

 

OMX Iceland 8 vísitalan er Úrvalsvísitala NASDAQ OMX Iceland og er samsett af þeim átta félögum sem hafa mestan seljanleika á NASDAQ OMX Iceland.  Vægi félaga í OMX Iceland 8 vísitölunni ræðst af flotleiðréttu markaðsvirði, sem þýðir að einungis það hlutafé sem ætla má að myndi grunn að virkum viðskiptum í Kauphöllinni er hluti af vísitölunni. 

 

  

 

#

Um vísitöluvörur NASDAQ OMX

NASDAQ OMX er leiðandi á heimsvísu í gerð og leyfisveitingu á vísitölum og eru vísitölur fyrirtækisins meðal þeirra sem mest er fylgst með í heiminum. Hluti af fyrsta flokks þjónustu NASDAQ OMX er að þróa öflugar vísitölur sem stöðugt eru í takt við síbreytilegt markaðsumhverfi. Sem alþjóðlegt fyrirtæki á NASDAQ OMX meira en 3000 mismunandi hlutabréfa- hráefnis- og skuldabréfavísitölur í Bandaríkjunum, Evrópu og um heim allan. Að auki veitir þjónusta okkar í útreikningum, leyfisveitingum og markaðssetningu viðskiptavinum okkar þau tól sem nauðsynleg eru til að fylgjast með og líkja eftir mörkuðum heimsins. Vísitölusvið NASDAQ OMX veitir þjónustu á öllum stigum viðskiptaferilsins, frá hönnun vísitölu, til útreiknings og dreifingar. Nánari upplýsingar um vísitölur NASDAQ OMX má finna á: https://indexes.nasdaqomx.com/.

 

Fyrirvari vegna staðhæfinga um framtíðarhorfur

Þau mál sem hér er skýrt frá taka til staðhæfinga um framtíðarhorfur sem gerðar eru samkvæmt svonefndum Safe Harbor ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum frá 1995 (Private Securities Litigation Reform Act of 1995). Þessar staðhæfingar taka meðal annars til en takmarkast þó ekki við staðhæfingar um afurðir og þjónustu NASDAQ OMX. Við minnum á að þessar staðhæfingar eru ekki trygging fyrir framtíðarafkomu. Raunveruleg niðurstaða kann að vera allt önnur en sú sem fram kemur berum orðum eða með öðrum hætti í staðhæfingum um framtíðarhorfur. Í staðhæfingum um framtíðarhorfur eru ýmsir áhættu- og óvissuþættir eða aðrir þættir sem NASDAQ OMX hefur ekki stjórn á. Þessir þættir byggjast á en takmarkast þó ekki við þætti sem gerð er grein fyrir í ársskýrslu NASDAQ OMX á svonefndu Form 10-K og árshlutaskýrslum sem sendar eru til bandaríska verðbréfaeftirlitsins. Við tökumst ekki á hendur neinar skuldbindingar um að endurskoða að neinu leyti staðhæfingar um framtíðarhorfur. Engin trygging er fyrir því að verðbréfaeftirlitið muni veita NASDAQ OMX aðila það vald og leyfi sem hann kynni að sækja.

 

About NASDAQ OMX Group

NASDAQ OMX (NASDAQ:NDAQ) er leiðandi þjónustuveitandi á sviði verðbréfaviðskipta, kauphallartækni, upplýsingaþjónustu og þjónustu við skráð fyrirtæki í sex heimsálfum. NASDAQ OMX gerir viðskiptavinum sínum kleift að skipuleggja, hagræða og framkvæma framtíðarsýn sína í viðskiptum af öryggi, með margreyndri tækni sem veitir gagnsæi og innsýn í nútíma alþjóðlega fjármálamarkaði. NASDAQ OMX er frumkvöðull í rafrænum kauphallarviðskiptum, en tækni þess er notuð á yfir 80 mörkuðum í 50 löndum og  knýr um það bil ein af hverjum 10 viðskiptum í heiminum. NASDAQ OMX er heimili meira en 3,400 skráðra fyrirtækja að markaðsvirði yfir 8,5 billjón Bandaríkjdala og yfir 10.000 viðskiptavina að fyrirtækjaþjónustu. Fyrir meiri upplýsingar, heimsæktu www.nasdaqomx.com

         Kristín Jóhanns
         kristin.johannsdottir@nasdaqomx.com
         525 2844


2014_0610_OMXI6 endurskoun_ICE.pdf