Published: 2014-06-05 15:36:09 CEST
Hagar hf.
Niðurstöður hluthafafunda

Niðurstöður aðalfundar Haga hf. 5. júní 2014

Meðfylgjandi má sjá niðurstöður aðalfundar Haga hf. sem haldinn var á Hilton Reykjavík Nordica þann 5. júní 2014 kl. 09:00. Tillögur fundarins voru samþykktar svohljóðandi:

 

  1. Ársreikningur (dagskrárliður 2)

Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda var lagður fram og samþykktur samhljóða.

 

  1. Ráðstöfun hagnaðar (dagskrárliður 3)

Tillaga stjórnar Haga hf. um greiðslu arðs sem nemur 1,00 krónu á hlut var samþykkt samhljóða. Arðsréttindadagur verður 11. júní 2014, arðleysisdagur 6. júní 2014 og útborgunardagur 27. júní 2014.

 

  1. Breyting á samþykktum félagsins (dagskrárliður 4)

Tillaga stjórnar Haga hf. um breytingu á grein 2.1 í samþykktum félagsins var lögð fram og samþykkt samhljóða. Grein 2.1 hljóðar nú svo breytt:

Hlutafé félagsins er kr. 1.171.502.190. – einn milljarður eitt hundrað sjötíu og ein milljón fimm hundruð og tvö þúsund eitt hundrað og níu tíu krónur - að nafnverði og skiptist í jafn marga hluti að nafnverði 1 króna hver.

 

  1. Þóknun til stjórnarmanna (dagskrárliður 5)

Tillaga stjórnar Haga hf. um óbreytt laun stjórnarmanna, þ.e. stjórnarformaður fær greitt kr. 500.000,- á mánuði og stjórnarmenn kr. 250.000,- á mánuði var samþykkt samhljóða.

 

  1. Starfskjarastefna (dagskrárliður 6)

Fyrir fundinum lá tillaga að starfskjarastefnu félagsins, en hún var óbreytt frá áður samþykktri starfskjarastefnu. Starfskjarastefnan var samþykkt samhljóða.

 

  1. Kosning stjórnar félagsins og endurskoðanda (dagskrárliður 7)

Eftirtaldir aðilar voru kosnir í stjórn félagsins til næsta aðalfundar:

            Erna Gísladóttir, kt. 050568-2969

            Kristín Friðgeirsdóttir, kt. 090871-5369

            Salvör Nordal, kt. 211162-5119

            Sigurður Arnar Sigurðsson, kt. 090164-2529

            Stefán Árni Auðólfsson, kt. 210772-4729

 

Fimm framboð bárust og var því sjálfkjörið. Þrír frambjóðendur voru áður í stjórn félagsins. Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Salvör Nordal og Sigurður Arnar Sigurðsson voru kosin í þeirra stað.

Samþykkt var samhljóða að endurskoðunarskrifstofan KPMG ehf., kt. 590975-0449, verði endurskoðandi félagsins fyrir komandi rekstrarár.


Starfskjarastefna Haga júní 2014.pdf
Samþykktir Haga 05-06-2014.pdf