Published: 2014-05-26 15:26:36 CEST
Icelandair Group hf.
Fyrirtækjafréttir

Samið við Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) – verkfalli frestað

Icelandair Group og FFÍ skrifuðu rétt í þessu undir kjarasamning sem gildir til 31. ágúst 2015. Kjarasamningurinn er í meginatriðum í takt við þá samninga sem gerðir hafa verið á vinnumarkaði á Íslandi á árinu. Samningurinn fer nú í kynningu og atkvæðagreiðslu hjá FFÍ og hefur boðuðum aðgerðum FFÍ gagnvart Icelandair verið frestað á meðan atkvæðagreiðslan fer fram.

Frekari upplýsingar:

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri

bjorgolfur@icelandairgroup.is
896 1455

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála
bogi@icelandairgroup.is
665 8801