Published: 2014-05-22 11:02:35 CEST
Icelandair Group hf.
Fyrirtækjafréttir

Samið við FÍA

Samið við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA)

Icelandair Group og FÍA skrifuðu í nótt undir samning sem gildir til 30. september 2014.  Á samningstímanum munu Icelandair Group og FÍA vinna sameiginlega að langtímasamningi. Samningurinn er í meginatriðum í takt við þá samninga sem gerðir hafa verið á vinnumarkaði á Íslandi á árinu.  Samningurinn fer nú í kynningu hjá FÍA og rafræna kosningu sem tekur sjö daga.

Á þessu stigi er ekki hægt að áætla fjárhagstjón Icelandair Group vegna aðgerða FÍA í vinnudeilunni.

 

Frekari upplýsingar:

Bjorgolfur Johannsson, President and CEO
bjorgolfur@icelandairgroup.is
+ 354 896 1455

 

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála
bogi@icelandairgroup.is
665 8801