English Icelandic
Birt: 2014-05-06 11:28:00 CEST
Icelandair Group hf.
Fyrirtækjafréttir

Áætlað tap vegna verkfalls flugmanna

Áætlað tap Icelandair Group vegna boðaðs verkfalls Félags íslenskra atvinnuflugmanna nemur um 13-15 milljónum dollara eða um 1,5-1,7 millljarði króna, ef verkfallið varir allan þann tíma sem það hefur verið boðað.  Í fjárhæðinni eru áætlaðar tapaðar tekjur að frádregnum sparnaði vegna niðurfelldra fluga auk beins áætlaðs kostnaðar vegna aðstoðar við farþega.  Í fjárhæðinni eru hvorki hugsanleg áhrif yfirvinnubanns né áhrif verkfallsins á bókanir og tekjur félagsins á þeim dögum sem verkfallið stendur ekki yfir.  Jafnframt er ekki tekið tillit til hugsanlegra langtímaáhrifa verkfallsins á Icelandair Group og Ísland almennt sem áfangastaðar fyrir ferðamenn.

 

Frekari upplýsingar:

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála
bogi@icelandairgroup.is
665 8801

Íris Hulda Þórisdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla
iris@icelandairgroup.is
840 7010