English Icelandic
Birt: 2014-04-30 18:34:46 CEST
Icelandair Group hf.
Reikningsskil

Afkoma á fyrsta ársfjórðungi í samræmi við væntingar stjórnenda

  • Tap eftir skatta nam 26,7 milljónum USD samanborið við 18,3 milljónir USD á fyrsta ársfjórðungi 2013.
  • EBITDA var neikvæð um 13,3 milljónir USD samanborið við 8,3 milljónir USD á fyrsta ársfjórðungi 2013.
  • Kostnaður vegna aukins umfangs á háannatíma sem að miklu leyti gjaldfærist á fyrsta ársfjórðungi skýrir lækkun á EBITDA á milli ára.
  • Heildartekjur jukust um 11%.
  • Eiginfjárhlutfall var 32% í lok mars.
  • Handbært fé frá rekstri 121,4 milljónir USD samanborið við 78,5 milljónir USD árið áður.

 

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri:

 „Afkoma á fyrsta ársfjórðungi er í takt við væntingar stjórnenda félagsins. Áætlanir ársins gerðu ráð fyrir neikvæðri afkomu á fjórðungnum og að hún yrði lakari en var á sama tímabili á síðasta ári.  Skýrist það meðal annars af því að kostnaður tengdur auknu umfangi í starfsemi félagsins á háannatíma gjaldfærist að miklu leyti á fyrsta ársfjórðungi. Má þar nefna kostnað vegna auglýsinga og markaðssóknar, innleiðingu flugvéla og kostnað vegna bókana og umboðslauna sem tengjast háönn. EBITDA var neikvæð um 13,3 milljónir USD og lækkaði um tæpar 5,0 milljónir USD samanborið við fyrsta ársfjórðung síðasta árs.

Heildartekjur námu 191,3 milljónum USD á fjórðungnum og jukust um 11% á milli ára.  Aukning farþegatekna í millilandaflugi varð mest á N-Atlantshafsmarkaðinum, en töluverð aukning varð einnig á ferðamannamarkaðinum til Íslands.  Leiguflugs- og fraktstarfsemi félagsins gekk vel og jókst arðsemi þessarar starfsemi á milli ára.  Rekstur annarra dótturfélaga samstæðunnar gekk einnig vel og var í takt við áætlanir.

Horfur í rekstri Icelandair Group fyrir árið 2014 eru góðar.  Gert er ráð fyrir metfjölda ferðamanna til Íslands á árinu sem mun hafa jákvæð áhrif á alla ferðaþjónustu á Íslandi.  Félagið stendur þó frammi fyrir nokkurri óvissu þar sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur boðað til ótímabundins yfirvinnubanns og verkfalls í maí mánuði. Einnig er ósamið við flugfreyjur og flugvirkja.  Það er von stjórnenda Icelandair Group að samningar við þessar þrjár stéttir takist fljótlega svo ekki komi til röskunar á starfsemi félagsins.  Afkomuspá félagsins stendur óbreytt og er gert ráð fyrir að EBITDA á árinu 2014 muni nema 145-150 milljónum USD.“

 

Frekari upplýsingar veita

  • Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sími: 896-1455
  • Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group, sími: 665-8801

 


Frettatilkynning Q12014.pdf
Icelandair Group hf 31 3 2014.pdf