Published: 2014-03-31 10:32:48 CEST
Icelandair Group hf.
Fyrirtækjafréttir

Fréttaflutningur um bókunarstöðu

Fréttaflutningur um laka bókunarstöðu á sumum flugleiðum Icelandair ehf. hefur skapað umræðu um að rekstur Icelandair Group hf. sé verri en reiknað var með í áætlunum. Það er rangt, enda hefur ekkert komið fram í nefndum fréttum sem ekki hefur komið fram í tilkynningum frá Icelandair Group til kauphallar. Í tilkynningu sem fylgdi ársuppgjöri Icelandair Group hinn 6. febrúar síðastliðinn kom fram að bókanir fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins færu hægar af stað en ráðgert var. Þegar á heildina er litið standa þessar áætlanir óhaggaðar, þótt sumir þættir geti verið ívið betri en reiknað var með og aðrir þættir ívið lakari. Afkomuspáin hefur því ekki breyst. Eins og fram kom í tilkynningu Icelandair Group til kauphallar dags. 6. febrúar er bókunarstaða fyrir háannatíma ársins og seinni hluta ársins sterkari en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.

 

Frekari upplýsingar:

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri
bubbi@icelandairgroup.is
896 1455

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála
bogi@icelandairgroup.is
665 8801