Icelandic
Birt: 2014-02-10 18:00:00 CET
Reykjanesbær
Fyrirtækjafréttir

Sala á 34% hlut í HS Veitum til Ursus I slhf.

Reykjanesbær, Orkuveita Reykjavíkur, Grindavíkurbær, Sandgerðisbær, Sveitarfélagið Garður og Sveitarfélagið Vogar hafa undirritað samning um sölu á samtals 34,38% hlutafjár í HS Veitum hf. Kaupandi er Ursus I slhf. og nemur kaupverð 3.140 milljónum króna. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Í kjölfar viðskiptanna verða HS Veitur eftir sem áður í meirihlutaeigu Reykjanesbæjar (50,10%) en aðrir hluthafar félagsins eru Ursus I (34,38%), Hafnarfjarðarbær (15,42%) og Sandgerðisbær (0,10%). Ursus I er samlagshlutafélag í meirihlutaeigu lífeyrissjóða, auk annarra fagfjárfesta, utan um fjárfestinguna í HS Veitum.

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka annaðist opið söluferli á eignarhlutnum í HS Veitum og hafði milligöngu um viðskiptin.

Samningsaðilar munu ekki tjá sig frekar um viðskiptin meðan að þau eru til umfjöllunar hjá Samkeppniseftirlitinu.

 

Böðvar Jónsson, stjórnarformaður HS Veitna: „Það er ánægjuefni að söluferli á þriðjungs hlut í HS Veitum sé nú lokið með farsælum hætti. Rekstur félagsins og efnahagur er traustur og mun aðkoma nokkurra af stærstu lífeyrissjóðum og fagfjárfestum landsins breikka eigendahóp og styrkja stöðu félagins enn frekar. Fyrir hönd HS Veitna býð ég nýja hluthafa velkomna og hlakka til eiga við þá farsælt samstarf."

Heiðar Guðjónsson, Ursus I: Með kaupum á eignarhlut í HS Veitum er stórt skref tekið í átt að aukinni fjárfestingu lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta í innviðum landsins. Aðkoma slíkra aðila tryggir frekar eign almennings á innviðum samfélagsins. Það er okkur sönn ánægja að fá að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu félagsins og traustri þjónustu þess við viðskiptavini þess."

 

Nánari upplýsingar veita:

Böðvar Jónsson, stjórnarformaður HS Veitna hf., í síma 896-0362
Heiðar Guðjónsson, Ursus I, í síma 770-1551
Dögg Hjaltalín, Íslandsbanka, í síma 844 3925, tölvupóstur: dogg.hjaltalin@islandsbanki.is


Frettatilkynning i Kaupholl 10.02.2014.pdf