English Icelandic
Birt: 2014-02-05 19:10:04 CET
Marel hf.
Reikningsskil

Marel kynnir afkomu ársins 2013

FRÉTTATILKYNNING

5. febrúar 2014

  Marel kynnir afkomu ársins 2013

(Allar upphæðir í Evrum)

Rekstrarniðurstaða undir markmiðum  – Sterkt sjóðstreymi

  • Tekjur ársins 2013 námu 661,5 milljónum evra, sem samsvarar 7,3% samdrætti á milli ára. [2012: 714,0 milljónir evra].
  • EBITDA var 69,4 milljónir evra, sem er 10,5% af tekjum samanborið við 86,0 milljónir evra árið 2012.
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) var 42,9 milljónir evra, sem er 6,5% af tekjum samanborið við 61,1 milljón evra árið 2012.
  • Hagnaður ársins 2013 nam 20,6 milljónum evra samanborið við 35,6 milljónir evra 2012. Hagnaður á hlut nam 2,81 evru senti [2012: 4,88 evru sent á hlut].
  • Handbært fé frá rekstri fyrir fjármagnsliði og skatta nam 80,3 milljónum evra á árinu 2013. [2012: 65,6 milljónir evra]. Nettó vaxtaberandi skuldir í lok árs námu 217,1 milljón evra [2012: 243,2 milljónir evra].
  • Pantanabók stóð í 132,4 milljónum evra í árslok 2013 [2012: 125,4 milljónir evra].

Tekjur ársins 2013 voru 662 milljónir og rekstrarhagnaður (EBIT) 43 milljónir. Tekjur drógust saman um 7% samanborið við fyrra ár. Tekjur af stórum verkefnum voru lágar en tekjur af varahlutum og þjónustu héldu áfram að vaxa.

Marel gerir ráð fyrir að leiðréttur rekstrarhagnaður (e. adjusted EBIT) árið 2014 muni nema 55 milljónum. Langtímahorfur eru góðar og Marel stefnir á að vaxa hraðar en markaðurinn.

Áætlun með skýrari rekstraráherslum hefur nú verið hleypt af stokkunum með það að markmiði að einfalda skipulag félagsins og auka enn frekar þjónustu til viðskiptavina. Einingar sem þjónusta sömu viðskiptavini og styðjast við samskonar  tækni munu verða samþættaðar.  Á sama tíma er aukin áhersla lögð á virðisaukningu í stað stærðar með það að markmiði að rekstrarhagnaður Marel árið 2017 verði yfir 100 milljónir.

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri:

„Staða Marel, sem leiðtoga í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi er sterk í öllum heimsálfum.   Marel hefur vaxið að meðaltali um 4% á ári undanfarin fimm ár á sama tíma og hagvöxtur á heimsvísu hefur verið í sögulegu lágmarki.  Undanfarin ár hafa verið erfið fyrir matvælaframleiðendur sem hafa gengið í gegnum miklar hækkanir á bæði korn- og orkuverði.  Markaðsaðstæður fara batnandi og á síðasta ári högnuðust matvælaframleiðendur og fjárhagssaða þeirra styrktist. Þörf framleiðenda er að aukast eftir endurnýjun og stækkun.

Marel skilaði 43 milljóna rekstrarhagnaði á síðasta ári sem er ekki í samræmi við samkeppnisstöðu og getu félagsins. Í kjölfar nýlegra breytinga á framkvæmdastjórn Marel höfum við tekið skref í þá átt að einfalda skipulag félagsins og lækka fastan kostnað.  Nýlegar breytingar á skipulagi Marel í kjötiðnaði eru gott dæmi um breytingar til einföldunar þar sem þrjár einingar voru sameinaðar til að nýta betur nýsköpunar- og sölustarfsemi sem nú þegar er þar er til staðar innan félagsins.    Á meðal þeirra eininga var starfssemi Carnitech sem keypt var í fyrra til að styðja við frekari vöxt félagsins.

Stefnan er skýr, verkefnið framundan er að aðlaga rekstur að stefnu félagsins. Einfaldara skipulag Marel mun gera okkur kleift að auka þjónustu við viðskiptavini okkar. Við munum taka varfærin skref í þá átt að samþætta einingar sem þjóna sömu þörfum viðskiptavina og byggja á samskonar grunntækni. Framleiðslueiningar Marel eru dreifðar og sveiflur í nýtingu á þeim veldur óhagræði.  Framundan er hámörkun á framleiðslukerfinu.   Við höfum með formlegum hætti hafið ferli við að skerpa á áherslum með það að leiðarljósi að gera fyrirtækið skilvirkara (e. simpler, smarter and faster). Markmið okkar er að ná yfir 100 milljónum í rekstrarhagnað árið 2017".

Afkoma fjórða ársfjórðungs 2013

Sterkt sjóðstreymi – rekstrarhagnaður undir markmiðum   

  • Tekjur á fjórða ársfjórðungi 2013 námu 168,2 milljónum evra, sem er 5,7% samdráttur samanborið við sama tímabil fyrir ári [Q4 2012: 178,4 milljónir evra].
  • EBITDA var 14,1 milljónir evra, sem er 8,4% af tekjum [Q4 2012: 19,5 milljónir evra].
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) var 7,4 milljónir evra, sem er 4,4% of tekjum [Q4 2012: 13,6 milljónir evra].
  • Hagnaður nam 3,7 milljón evra á fjórða ársfjórðungi 2013 [Q4 2012: 7,1 milljón evra].
  • Handbært fé frá rekstri, fyrir fjármagnsliði og skatta, er einstaklega sterkt og nam 34,7 milljónum evra samanborið við 28,6 milljónir á fjórða ársfjórðungi 2012.

EBIT framlegð fjórða ársfjórðungs er lág.  Er það að mestu vegna kostnaðar tengdum stjórnendabreytingum (2m) og hagræðingu í birgðastýringu (2,9m). Handbært fé frá rekstri var óvenju sterkt í ársfjórðungnum.

Nýjar pantanir námu 162,4 milljónum evra á fjórða ársfjórðungi 2013 samanborið við 152,3 milljónir á fjórða ársfjórðungi 2012. Pantanabókin í árslok 2013 nam  132,4 milljónum samanborið við 125,4 í árslok 2012.

Horfur

Marel gerir ráð fyrir að ná á árinu 2014  með innri vexti 55 milljóna leiðréttum rekstrarhagnaði (e. adjusted EBIT).  Búist er við að rekstrarhagnaður aukist þegar líður á árið. Kostnaður vegna endurskipulagningar er áætlaður í kringum 20-25 milljónir yfir tímabilið 2014-2015 með það að markmiði að ná rekstrarhagnaði félagsins yfir 100 milljónir árið 2017.

Til meðal og lengri tíma litið, telur Marel að nýsköpun og sterk markaðsstaða um allan heim í öllum iðnuðum félagsins muni skila góðum vexti og aukinni arðsemi.  Framtíðarhorfur eru góðar og markmið félagsins er að vaxa hraðar en markaðurinn.

Engu að síður má gera ráð fyrir að afkoman verði breytileg milli ársfjórðunga vegna efnahagsþróunar á heimsvísu, sveiflna í pöntunum og tímasetningar stærri verkefna.

Vinsamlegast athugið að tilkynning þessi tekur aðeins til helstu þátta uppgjörsins en uppgjörstilkynning í fullri lengd á ensku er aðgengileg á heimasíðu Marel: www.marel.com/2013Q4

Þar er m.a. að finna lykiltölur og yfirlit yfir markaði félagsins.

Kynningarfundur 6. febrúar 2014

 

Marel boðar til kynningarfundar um afkomu félagsins fimmtudaginn 6. febrúar kl. 8:30 í húsnæði félagsins að Austurhrauni 9, Garðabæ. Fundinum verður einnig netvarpað: www.marel.com/webcast.

 

Birtingardagar fyrir reikningsárið 2013 og 2014

  • Aðalfundur 2013                                          5. mars 2014
  • 1. ársfjórðungur 2014                                     28. apríl 2014
  • 2. ársfjórðungur 2014                                 23. júlí 2014
  • 3. ársfjórðungur  2014                                22. október 2014
  • 4. ársfjórðungur  2014                                4. febrúar 2015
  • Aðalfundur 2014                                          4. Mars 2015

 

Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaðar.

Frekari upplýsingar veita:

Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjárstýringar og fjárfestatengsla. Símar: 563 -8464 og 825-8464

Auðbjörg Ólafsdóttir, sérfræðingur í fjárfestatengslum. Símar: 563-8626 og 853-8626

  

Um Marel
Marel er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja Íslands og er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. Fyrirtækið starfrækir skrifstofur og dótturfyrirtæki í meira en 30 löndum, auk 100 umboðsmanna og dreifingaraðila.
 
Athygli fjárfesta er vakin á eftirfarandi:
Sumar staðhæfingar í þessari fréttatilkynningu kunna að vera byggðar á mati og áætlunum stjórnenda félagsins en ekki á staðreyndum sem hægt er að sannreyna við birtingu hennar. Í eðli sínu fela slíkar staðhæfingar því í sér óvissu. Við vekjum þess vegna athygli fjárfesta á því að margir þættir geta haft þau áhrif að rekstrarumhverfi og afkoma verði með öðrum hætti en forsendur gera ráð fyrir í þessari tilkynningu. Tilkynningin verður ekki endurskoðuð eftir birtingu hvað þetta varðar.
 
Sé misræmi á milli uppgjörstilkynninga félagsins á íslensku annars vegar og ensku hins vegar, skal enska útgáfan gilda þar sem tilkynningar eru þýddar af ensku yfir á íslensku.
 

 

 

 

 


Financial Statements - Annual report 2013.pdf