Published: 2014-01-20 10:00:39 CET
Eik fasteignafélag hf.
Fyrirtækjafréttir

Niðurstöður hluthafafundar

Hluthafafundur Eikar fasteignafélags hf. var haldinn þann 17. janúar 2014.  Boðað var til fundarins í tilefni kaupa félagsins á ákveðnum eignum SMI ehf. og öllu hlutafé í Landfestum hf.

Fundurinn samþykkti tillögu um kaupin og breytingar á samþykktum þar að lútandi. Með breytingum á samþykktum er stjórn veitt tvískipt heimild til að hækka hlutafé félagsins.

Annars vegar að auka hlutafé félagsins um allt að 580.000.000 hluti með útgáfu nýrra hluta, þar sem forgangsréttur einskorðast við núverandi hluthafa.

Hins vegar er stjórn veitt heimild til að auka hlutafé félagins um allt að 1.300.000.000 hluti gegn kaupum á öllu hlutafé í Landfestum hf. Stjórn er einungis heimilt að nýta aukninguna í skiptum fyrir alla hluti í Landfestum og njóta hluthafar félagsins því ekki forgangsréttar að aukningunni.

Á fundinum lá fyrir skýrsla stjórnar, sbr. 33 gr. laga nr. 2/1995, um hlutafélög. Þar lýsti stjórn því yfir að engar verulegar breytingar hafi orðið á efnahagi félagsins frá birtum árshlutareikningi 30. júní 2013, utan að félagið hefur selt kauprétt að hlutafé eins leigutaka og fengið endurgreiðslu frá bankastofnun vegna endurútreiknings á ólöglegu erlendu láni. Áhrif þessara tveggja þátta á rekstur félagsins er jákvæður sem nemur 117 milljónum króna fyrir skatta. Jafnframt hefur félagið fjárfest í fasteignum fyrir 207 milljónir króna, bæði í nýrri eign og í þróunareignum.

Frekari upplýsingar veitir

Garðar Hannes Friðjónsson,
forstjóri Eikar fasteignafélags hf.
Sími: 861-3027
Netfang: gardar@eik.is