Published: 2013-12-19 17:35:01 CET
Icelandair Group hf.
Fyrirtækjafréttir

Úrskurður Ríkisskattstjóra

Icelandair Group hf. barst í dag úrskurður Ríkisskattstjóra dags. 18. desember sl. Með honum er gjaldfærður fjármagnskostnaður gjaldárin 2008-2012 lækkaður með vísan til dóms Hæstaréttar í máli nr. 555/2012 frá 28. febrúar sl. (Toyota á Íslandi ehf. gegn íslenska ríkinu). Þetta þýðir að yfirfæranlegt tap Icelandair Group hf. minnkar um allt að 6,4 milljarða króna.  Ef málið tapast að fullu fyrir dómstólum þá getur eigið fé félagsins lækkað um allt að 1,3 milljarða króna (11,1 milljón USD). Stjórnendur Icelandair Group hf. eru ósammála niðurstöðu Ríkisskattstjóra og munu kæra úrskurðinn til yfirskattanefndar.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801