Published: 2013-09-17 10:49:17 CEST
Eik fasteignafélag hf.
Fyrirtækjafréttir

Boð um einkaviðræður um hugsanlega sameiningu Eikar og Landfesta

Arion banki hf. hefur farið þess á leit við stjórn Eikar fasteignafélags hf. að fram fari könnunarviðræður milli félagsins og bankans um samruna fasteignafélaganna Eikar fasteignafélags hf. og Landfesta ehf., en síðargreinda félagið er að fullu í eigu Arion banka hf.

Markmið könnunarviðræðna væri að leggja mat á kosti og galla sameiningar fyrir félögin tvö ásamt þeim fasteignum sem Eik fasteignafélag hf. fyrirhugar að kaupa af SMI ehf.

Stjórn Eikar fasteignafélags hf. hefur móttekið beiðni Arion banka hf. og hefur hana nú til umfjöllunar.

Ef til kæmi, yrði sameinað félag eitt allra sterkasta fasteignafélag landsins og augljós valkostur til skráningar í kauphöll.

Garðar Hannes Friðjónsson,
forstjóri Eikar fasteignafélags hf.
Sími: 861-3027
Netfang: gardar@eik.is