English Icelandic
Birt: 2013-08-23 18:03:19 CEST
Eyrir Invest hf.
Fyrirtækjafréttir

Eyrir Invest hf., tilkynning

Hinn 15. maí 2013 tilkynnti Eyrir Invest til Nasdaq OMX Iceland sölu eigna á verðbréfamarkaði.  Tilkynningarskylda var á þeirri sölu.  Tilgangur sölunnar var að styrkja fjárhagsstöðu og auka sveigjanleika í rekstri. Jafnframt var tilkynnt að félagið hyggðist borga upp fjárskuldbindingar á gjalddaga á næstu tveimur árum, m.a. hyggðist félagið greiða upp skuldabréfaflokkinn EYRI 11 1 samkvæmt skilmálum flokksins og í framhaldinu afskrá þann flokk af verðbréfamarkaði.  

Eyrir Invest er með mikið fé bundið hjá Glitni og dótturfélagi þess, Haf-funding.  Eyrir Invest hefur náð samkomulagi við Haf-funding um uppgreiðslu láns og samhliða því losun á fjármunum.  Lánið hjá Haf-funding var upphaflega tekið árið 2007 og er með lokagjalddaga í desember 2013. Lánið er í fullum skilum og hefur meginhluti höfuðstóls þegar verið greiddur.  Þar sem um lán í evrum að ræða þarf formlegt samþykki Seðlabanka Íslands fyrir uppgreiðslu fyrir gjalddaga, en Seðlabanki Íslands veitir undanþágur frá ströngum fjármagnshöftum sem gilda á Íslandi.  Þann 16. maí 2013 sendi Eyrir Invest erindi til Seðlabanka með beiðni um undanþágu til uppgreiðslu umrædds láns í samræmi við samkomulag við lánveitanda. Heimild hefur enn ekki fengist.

Eyrir Invest hyggst eftir sem áður greiða upp flokkinn EYRI 11 1 í samræmi við skilmála bréfanna og afskrá skuldabréfin úr kauphöll í kjölfarið. 

Reykjavík, 23. ágúst 2013. 

Frekari upplýsingar;

 Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest.

Sími: 525-0200

www.eyrir.is


Eyrir tilkynning 23.8.13 IS.pdf