English Icelandic
Birt: 2013-08-07 17:40:52 CEST
Icelandair Group hf.
Fyrirtækjafréttir

Flutningatölur júlí 2013

Í júlí flutti félagið 306 þúsund farþega í millilandaflugi og voru þeir 11% fleiri en í júlí á síðasta ári.  Þetta er í fyrsta skipti sem félagið flytur yfir 300 þúsund farþega í einum mánuði. Framboðsaukning á milli ára nam 12% og sætanýting var 86,2% samanborið við 85,4% á sama tíma í fyrra.  Farþegum fjölgaði mest á N-Atlantshafsmarkaðinum eða um 15,7% og voru þeir 53% af heildarfarþegafjölda félagsins í millilandaflugi í júlí.

Farþegar í innanlandsflugi og Grænlandsflugi voru rúmlega 32 þúsund í júlí og fækkaði um 10% á milli ára.  Framboð félagsins í júlí var dregið saman um 15% samanborið við júlí 2012. Sætanýting nam 73,8% og jókst um 6,5 prósentustig á milli ára. Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um 11% á milli ára.  Fraktflutningar jukust um 9% frá því á síðasta ári. Fjöldi seldra gistinótta á hótelum félagsins jókst um 4% milli ára. Herbergjanýting var 89,2% samanborið við 88,4% í júlí í fyrra.

   

MILLILANDAFLUG JÚL 13 BR. (%) ÁTÞ 13 BR. (%)
Fjöldi farþega 306.241 11% 1.273.361 13%
Sætanýting 86,2% 0,8 %-stig 79,4% -1,6 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 1.032,3 12% 4.646,6 18%
         
INNANLANDSFLUG OG GRÆNLANDSFLUG JÚL 13 BR. (%) ÁTÞ 13 BR. (%)
Fjöldi farþega 32.495 -10% 181.864 -10%
Sætanýting 73,8% 6,5 %-stig 71,2% 3,2 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 20,2 -15% 90,1 -14%
         
LEIGUFLUG JÚL 13 BR. (%) ÁTÞ 13 BR. (%)
Flugvélanýting 100,0% 5,0 %-stig 90,4% -0,9 %-stig
Seldir blokktímar 2.423 -11% 16.589 -11%
         
FRAKTFLUTNINGAR JÚL 13 BR. (%) ÁTÞ 13 BR. (%)
Framboðnir tonnkm. (ATK´000) 21.151 13% 112.272 9%
Seldir tonnkm. (FTK´000) 7.381 9% 54.307 5%
         
HÓTEL JÚL 13 BR. (%) ÁTÞ 13 BR. (%)
Framboðnar gistinætur 41.416 3% 189.032 11%
Seldar gistinætur 36.923 4% 136.587 11%
Herbergjanýting 89,2% 0,8 %-stig 72,3% -0,4 %-stig

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s: 840-7010


Traffic Data - July.pdf