English Icelandic
Birt: 2013-07-31 18:11:42 CEST
Icelandair Group hf.
Reikningsskil

Góð afkoma Icelandair Group á öðrum ársfjórðungi

  • Hagnaður eftir skatta nam 18,5 milljónum USD samanborið við 14,3 milljónir USD árið áður.
  • EBITDA nam 42,9 milljónum USD samanborið við 28,8 milljónir USD árið áður.
  • Heildartekjur jukust um 13%.
  • Eiginfjárhlutfall 32% í lok júní.
  • Handbært fé frá rekstri 106,4 milljónir USD samanborið við 72,2 milljónir USD árið áður.

 

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri:

„Afkoma Icelandair Group á öðrum ársfjórðungi var góð og batnaði  á milli ára. Hagnaður eftir skatta nam 18,5 milljónum USD og jókst um 4,2 milljónir USD miðað við síðasta ár. Millilandaflugstarfsemi félagsins gengur vel.  Framboð  var aukið um 17% á milli ára og fjöldi farþega í fjórðungnum nam um 609 þúsund. Framboðsaukningin var mest á N-Atlantshafinu og á þeim markaði jókst fjöldi farþega einnig mest eða um 22%.

Ferðaþjónustan á Íslandi hefur notið góðs af fjölgun ferðmanna til landsins, en í ár stefnir í metfjölda þeirra er sækja Ísland heim.  Fraktstarfsemi félagsins hefur einnig gengið vel en aukin áhersla á flutninga með frakt í áætlunarflugi í stað leiguflugsverkefna hefur skilað góðum árangri. 

Í byrjun árs gáfum við út EBITDA spá fyrir árið 2013 sem nam 115-120 milljónum USD og var sú spá uppfærð í 122-127 milljónir USD þegar uppgjör fyrsta ársfjórðungs var birt. Fyrstu sex mánuði ársins hefur reksturinn gengið vel og ytri aðstæður hafa þróast á hagfelldan hátt fyrir félagið.  Eldsneytisverð hefur verið lægra en gert var ráð fyrir í spám félagsins og þróun helstu gjaldmiðla hefur sömuleiðis verið hagfelld ef horft er á forsendur í  spám félagsins.  Bókunarstaða fyrir seinni helming ársins er góð og miðað við fyrirliggjandi forsendur er gert ráð fyrir að EBITDA ársins verði 140-145 milljónir USD."


Frettatilkynning Q22013.pdf
Icelandair Group hf 30 6 2013.pdf