Icelandic
Birt: 2013-06-11 11:14:09 CEST
Eik fasteignafélag hf.
Reikningsskil

Eik fasteignafélag hf. hagnaðist um 203 milljónir króna á fyrstu þrem mánuðum ársins 2013.

Rekstrarhagnaður félagsins var rúmlega 382 milljónir króna og jókst um 8 prósent frá sama tímabili ársins 2012. Leigutekjur Eikar námu tæplega 485 milljónum króna og jukust um 10 prósent.

Hagnaður Eikar fasteignafélags hf. nam 203.298.000 krónum á fyrstu þremur mánuðum ársins 2013.  Sé reksturinn borin saman við rekstur fyrstu þriggja mánaða ársins 2012 sést að verulegur viðsnúningur hefur átt sér stað.  Liggur viðsnúningurinn annars vegar í því að ekki var reiknuð matsbreyting fjárfestingaeigna fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2012 og hins vegar lækkuðu fjármagnsgjöld á árinu 2013 vegna endurfjármögnunar félagsins sem hófst í maí 2012 og lauk í október sama ár.

Áhrif endurfjármögnunarinnar koma best fram ef borinn er saman hagnaður tímabilanna fyrir matsbreytingu fjárfestingaeigna, verðbætur og skatta, þá kemur í ljós að sá hagnaður nam 169 milljónum króna árið 2013 og 83 milljónum 2012.

Uppgjör þetta er birt í tengslum við ákvörðun stjórnar um að auka hlutafé félagsins með útgáfu nýrra hluta.  Alls verða seldir hlutir fyrir 750 milljón krónur að markaðsvirði.

Frekari upplýsingar veitir:

Garðar Hannes Friðjónsson,
forstjóri Eikar fasteignafélags hf.
S. 861-3027


2013.03.31 Afkoma Q1.pdf