Published: 2013-06-03 16:24:28 CEST
Hagar hf.
Hluthafafundir

Hagar hf. - Framboð til stjórnar á aðalfundi 7. júní 2013

Hér að neðan má sjá þá sem gefa kost á sér til stjórnar í Högum hf. sem fram fer á aðalfundi félagsins föstudaginn 7. júní 2013. Fundurinn fer fram á 20. hæð í Turninum, Smáratorgi í Kópavogi, kl. 09:00.

Stjórnarmenn:

  1. Árni Hauksson, kt. 250766-5569
  2. Erna Gísladóttir, kt. 050568-2969
  3. Friðrik Hallbjörn Karlsson, kt. 180366-4909
  4. Kristín Friðgeirsdóttir, kt. 090871-5369
  5. Stefán Árni Auðólfsson, kt. 210772-4729

Samkvæmt samþykktum Haga hf. eiga fimm sæti í stjórn félagsins og er því sjálfkjörið. Önnur framboð hafa ekki borist en framboðsfrestur er nú útrunninn.

 

Árni Hauksson

Árni var fyrst kjörinn í stjórn Haga hf. þann 11. maí 2011. Hann er menntaður M.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Stanford University, M.Sc. í vélaverkfræði frá California Institute of Technology og vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands. Árni starfar nú við eigin fjárfestingar. Hann var forstjóri og einn af aðaleigendum Húsasmiðjunnar hf. árin 2002-2005, fjármálastjóri sama félags frá 2000,  fjármálastjóri og aðstoðar-framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. 1996-2000, framkvæmdastjóri Skyggnis hf. 1995-1996, sérfræðingur og fjármálastjóri hjá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1993-1995 og sérfræðingur hjá Verkfræðideild Háskóla Íslands árið 1992. Árni situr í stjórnum eftirtalinna félaga: DBH Ísland ehf., Búvellir GP ehf., GMG ehf., Hagamelur ehf., Klapparás ehf., Noron ehf., Sólhöfn ehf., Útgáfufélagið Kyndill ehf., Valka ehf., Vogabakki ehf. og Vátryggingafélag Íslands hf. Árni á engin hlutabréf í Högum hf. beint. Hann er fjárhagslega tengdur Hagamel ehf. sem á 95.667.460 hluti í Högum hf. og Vátryggingafélagi Íslands hf. sem á 2.911.111 hluti í Högum hf.

Erna Gísladóttir

Erna var fyrst kjörin í stjórn Haga hf. þann 1. mars 2010. Hún er menntuð MBA frá IESE Barcelona og B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands. Erna er forstjóri og eigandi BL ehf. og er ræðismaður Suður Kóreu á Íslandi. Erna var forstjóri Bifreiða & landbúnaðarvéla hf. 2003-2008 og einn af eigendum þess félags, en hún var framkvæmdastjóri hjá B&L 1991-2003. Erna situr í stjórnum eftirtalinna félaga: EGG ehf., EGG fasteignir ehf., Eldhúsvörur ehf., Hregg ehf., BL ehf., BLIH eignarhaldsfélag hf., SF 1 slhf., SF1GP ehf., Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Viðskiptaráð. Erna á engin hlutabréf í Högum hf. beint. Hún er fjárhagslega tengd Sjóvá-Almennum tryggingum hf. sem eiga 6.888.889 hluti í Högum hf.

Friðrik Hallbjörn Karlsson

Hallbjörn var fyrst kjörinn í stjórn Haga hf. þann 11. maí 2011. Hann er menntaður MBA frá INSEAD í Frakklandi, M.Sc. í vélaverkfræði frá Stanford University og B.Sc. í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands. Hallbjörn starfar nú við eigin fjárfestingar. Hann var einn af aðaleigendum Húsasmiðjunnar hf. 2002-2005 og sat í stjórn þess félags. Hallbjörn starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings hf. 2001-2002, hjá Marel Seattle Inc. 1996-1999 og Marel hf. 1993-1996. Hallbjörn situr í stjórnum eftirtalinna félaga: Hagamelur ehf., Valka ehf., Vattarnes ehf., Vogabakki ehf., Vátryggingafélag Íslands hf. og Líftryggingafélag Íslands hf. Hallbjörn á engin hlutabréf í Högum hf. beint. Hann er fjárhagslega tengdur Hagamel ehf. sem á 95.667.460 hluti í Högum hf. , Vátryggingafélagi Íslands hf. sem á 2.911.111 hluti í Högum hf. og Líftryggingafélagi Íslands hf. sem á 555.556 hluti í Högum hf.

Kristín Friðgeirsdóttir

Kristín var fyrst kjörin í stjórn Haga hf. þann 11. maí 2011. Hún er menntuð Ph.D. í rekstrarverkfræði frá Stanford University, M.Sc. í rekstrarverkfræði frá Stanford University og C.S. í véla- og iðnaðarverk-fræði frá Háskóla Íslands. Kristín er lektor í stjórnunar- og rekstrarfræðum við London Business School og stundar rannsóknir á verðlagningu, tekjustjórnun og áhættulíkönum tengdum rekstri fyrirtækja. Hún hefur starfað sem ráðgjafi hjá Intel, AMD, Yahoo og öðrum internet- og fjármálafyrirtækjum. Kristín situr í stjórn Háskólans í Reykjavík og Distica hf. Hvorki Kristín né aðilar henni fjárhagslega tengdir eiga hlutabréf í Högum hf.

Stefán Árni Auðólfsson

Stefán Árni er menntaður lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með framhaldsmenntun frá háskólanum í Kent í Bretlandi. Stefán er með réttindi sem héraðsdómslögmaður og próf í verðbréfaviðskiptum. Stefán Árni starfar sem lögmaður hjá Lögmönnum Bankastræti slf. Stefán Árni hefur áður sinnt störfum hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins 2005-2011, á Nefndasviði Alþingis 2003-2005 og hjá Fortis lögmannsstofu 1999-2005. Stefán Árni situr í stjórn Eikar fasteignafélags hf. og Eglu hf. Hvorki Stefán Árni né aðilar honum fjárhagslega tengdir eiga hlutabréf í Högum hf.