Icelandic
Birt: 2013-05-28 16:32:08 CEST
Hagar hf.
Fyrirtækjafréttir

Niðurstaða Héraðsdóms í máli Haga hf. gegn Arion banka hf.

Í mars 2012 tók stjórn Haga hf. ákvörðun um að höfða dómsmál á hendur Arion banka hf. til að fá skorið úr um stöðu sína vegna endurútreiknings á gengistryggðum lánum félagsins hjá bankanum, sem greidd voru upp í október 2009. Hagar hf. höfðu áður fengið greiddar 515 milljónir króna vegna endurútreiknings bankans en niðurstaða lögfræðiálits gaf til kynna að Hagar hf. ættu enn frekari kröfu á hendur bankanum.

Í dag birtist niðurstaða Héraðsdóms í málinu þar sem Arion banki hf. var sýknaður af kröfu Haga hf. Í niðurlagi rökstuðnings héraðsdómara segir að Hagar hf. leiti dóms sem myndi raska jafnvægi milli of- og vangreiðslu í réttarsambandi málsaðila. Slík niðurstaða sé andstæð tilgangi almennra meginreglna um endurgreiðslu ofgreidds fjár.

Hagar hf. hafa ákveðið að áfrýja dómnum til Hæstaréttar.

 

 

Nánari upplýsingar veitir Finnur Árnason, forstjóri Haga hf., í síma 530-5500.