English Icelandic
Birt: 2013-03-26 16:32:57 CET
Eyrir Invest hf.
Reikningsskil

Eyrir Invest kynnir afkomu og ársskýrslu 2012

 

Endurskipulagning lykileigna leggur grunn að virðissköpun

  • Nettóvirði eigna nemur 172 milljónum evra í árslok 2012 samanborið við 202 milljónir í ársbyrjun. 16 milljóna evru lækkun skýrist af stefnumarkandi ákvörðun um kaup á 9% af eigin bréfum og 14 milljónir eru vegna rekstrartaps ársins [2011; 1 m EUR hagnaður].
  • Heildareignir eru 370 milljónir evra og eiginfjárhlutfall er 47% [2011; 51%].
  • Á árinu fór fram endurskipulagning á starfsemi Stork Technical Services og Fokker Technologies í tvö sjálfstæð félög með aðskilda langtíma fjármögnun. Virðismat félaganna var fært niður með tilliti til rekstrarafkomu, nýrra efnahagsreikninga og virðismargfaldara á mörkuðum.
  • Eyrir lagði fram 23 milljónir evra í nýtt hlutafé til Stork TS og Fokker í tengslum við endurfjármögnun þeirra.
  • Langtímahorfur fyrir Eyri og lykileignir félagsins eru góðar. Fjárhagur lykileigna Eyris er traustur og í samræmi við stefnu og alþjóðleg viðmið með nettó skuldsetningu 2-4x EBITDA.

Í febrúar 2013 gaf Eyrir út B-hlutabréf fyrir 16 milljónir evra og styrkti þar með fjárhagsstöðu sína sem því nemur. Samhliða tryggði Eyrir sér framlengingu 85% lána félagsins fram til áranna 2015-2018.

Eyrir Invest hefur skilað góðri ávöxtun til hluthafa frá stofnun félagsins á miðju ári 2000 og reiknast innra virði hlutabréfa 17,1 evrusent á hlut um síðustu áramót á móti stofnverði sem var 1,4 evrusent á hlut. Hlutabréfaverð mælt í evrum hefur á sama tímabili lækkað að meðaltali um 3% árlega á heimsvísu sem jafngildir 30% heildarlækkun á tímabilinu (MSCI World Index).

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri:

„Eyrir er langtíma fjárfestir og samstarfsaðili sem leggur áherslu á að byggja upp traustan rekstur með góðu sjóðstreymi rekstrarfélaga. Á undanförnum árum höfum við tekið áræðin skref til þess að tryggja áframhaldandi virðissköpun lykileigna okkar umfram ávöxtun á markaði til lengri tíma litið.

Mikilsverðum áfanga var náð þegar Stork TS og Fokker urðu sjálfstæð félög á síðasta ári með aðskilda langtíma fjármögnun. Með nýrri fjármögnun skapast aukið rekstrarlegt svigrúm og unnt er að ljúka samþættingu RBG og Stork TS.

Í byrjun árs 2013 komu nýir hluthafar til liðs við Eyri Invest þegar gefið var út nýtt hlutafé. Samhliða var gengið frá samningum við viðskiptabanka félagsins um framlengingu á meginhluta langtímalána í samræmi við stefnu Eyris. Markmið okkar er að halda áfram að auka virði eigna umfram ávöxtun markaða og það sem meira er, við ætlum okkur að tryggja innlausn þess virðis á komandi árum.“

 

Rekstrarreikningur
         
(í þús. evra) 2012 2012/6m 2011 2010
Rekstrartekjur:        
Afkoma af verðbréfum -7.992 24.513 -30.977 64.851
Arðstekjur 2.489 2.489 0 0
Tekjur v/br. reikningsskilaaðferðar hlutdeildar-
   félags
0 0 30.107 0
Afkoma hlutdeildarfélaga 0 0 11.650 7.491
Vaxtagjöld, nettó -10.528 -5.115 -12.920 -15.873
Gengismunur 3.430 -2.727 4.763 -3.254
Hreinar rekstrartekjur -12.601 19.160 2.623 53.215
         
Rekstrargjöld:        
Laun og launatengd gjöld 987 527 934 836
Annar rekstrarkostnaður 560 303 732 560
Rekstrargjöld 1.547 830 1.666 1.396
         
Afkoma tímabilsins -14.148 18.330 957 51.819
Rekstrarliðir færðir beint á eigið fé samtals -370 -368 -488 -18.639
Heildarafkoma tímabilsins -14.518 17.962 469 33.180
Hagn. á hlut, evrucent (hver hlutur 1 ISK) -1,37 1,75 0,09 5,14
Heildarhagn á hlut, evrucent (hver hlutur 1 ISK) -1,41 1,71 0,05 3,29
 
 
 
 
 
Efnahagsreikningur
 
Eignir: 2012 2012/6m 2011 2010
Handbært fé og bundnar bankainnistæður 788 772 10.474 22.758
Hlutafjárloforð 0 0 15.377 0
Fjárfestingaverðbréf 364.473 373.837 364.931 256.835
Hlutdeildarfélög 0 0 0 143.602
Aðrar kröfur 2.820 2.992 2.282 1.201
Rekstrarfjármunir 2.034 2.045 2.082 2.050
Eignir samtals 370.115 379.646 395.146 426.446
         
Eigið fé og skuldir:        
Eigið fé 172.401 204.880 202.493 186.648
Ýmsar skuldir 3.210 203 239 1.908
Lántaka 194.504 174.563 192.414 237.890
Eigið fé og skuldir samtals 370.115 379.646 395.146 426.446
         
Eiginfjárhlutfall 46,6% 54,0% 51,2% 43,8%
             

 

Efnahagur Eyris Invest er traustur með 370 milljónir evra í heildareignir og 47% eiginfjárhlutfall. Í ársbyrjun 2013 styrktist efnahagur Eyris enn frekar þegar félagið gaf út B-hlutabréf fyrir 16 milljónir evra en kaupendur voru lífeyrissjóðir og fagfjárfestar.

Kjölfestueignir Eyris eru 33% hlutur í Marel og 17% hlutur í Stork TS og Fokker Technologies. Að auki fjárfestir Eyrir í spennandi sprotum og styður þá til vaxtar í gegnum fjárfestingarfélagið Eyrir sprotar slhf.

Marel

Eyrir hefur verið kjölfestueigandi í Marel frá árinu 2005 en á þeim tíma hefur Marel vaxið ört með blöndu af innri og ytri vexti. Tekjur ársins 2012 námu 714 milljónum evra með EBITDA upp á 86 milljónir evra samanborið við 129 milljóna evru heildarveltu árið 2005.

Undanfarin fjögur ár hefur Marel vaxið um 29% með innri vexti. Á sama tíma hefur Marel stöðugt sett nýjar vörur á markað og eflt dreifikerfi sitt. Af sölu nýs tækjabúnaðar nemur sala utan Evrópu og N-Ameríku nú um 50% samanborið við um 20% fyrir fáeinum árum.

Á liðnu ári fagnaði Marel 20 ára afmæli skráningar félagsins á Nasdaq OMX Ísland. Í árslok var gengi hlutabréfa Marel 83 evrusent samanborið við 78 evrusent í ársbyrjun. Hagnaður Eyris vegna hlutabréfa í Marel nam 12,8 milljónum evra að meðtöldum arðgreiðslum.

Stork TS og Fokker sjálfstæð félög

Arle og Eyrir í samstarfi við fleiri fjárfesta keyptu Stork BV í nóvember 2007 og tóku félagið af hlutabréfamarkaði. Samhliða keypti Marel Stork Food Systems sem áður var hluti af Stork BV iðnaðarsamsteypunni.

Á síðasta ári fór fram endurskipulagning á starfsemi Stork þar sem Stork TS og Fokker urðu sjálfstæð félög með aðskilda fjármögnun og stjórnun. Fyrirtækin tvö hafa nú aukinn sveigjanleika til þess að vaxa og styrkjast á eigin forsendum á þeim áhugaverðu mörkuðum sem þau starfa á.

Eignarhlutir Eyris í Stork TS og Fokker eru færðir til bókar á gangvirði (fair value). Endurskipulagning, endurfjármögnun og tiltekt í efnahagsreikningum leiddi af sér lækkun á verðmati Eyris sem nemur 18,6 milljónum evra. Í tengslum við endurfjármögnunina lagði Eyrir fram 23 milljónir evra í nýtt hlutafé og viðhélt 17% eignarhlut sínum í báðum félögum.

Stork TS

Markverðum áfanga var náð í uppbyggingu Stork TS vorið 2011 með yfirtöku á skoska félaginu RBG. Með kaupunum jókst landfræðileg dreifing starfsemi Stork TS umtalsvert og í kjölfarið er Stork TS leiðandi þjónustuaðili í umsjón og viðhaldi eigna fyrir olíu- gas- og efnaiðnað, með 14.400 starfsmenn sem sinna viðskiptavinum svo sem Shell, BP og Exxon. Yfir 60% af tekjum Stork TS koma nú utan Benelux svæðisins með mikla vaxtarmöguleika í Norðursjó og S-Ameríku. Stork TS óx innri vexti á síðasta ári með um 1,4 milljarð evra í veltu og EBITDA tæplega 100 milljónir evra[1].

Fokker

Velta Fokker Technologies árið 2012 var um 700 milljónir evra með EBITDA um 75 milljónir. Fokker er undirverktaki fyrir framleiðendur svo sem Boeing, Airbus, Gulfstream og Lockheed Martin. Hjá Fokker starfa um 3.700 starfsmenn í þremur deildum sem hanna og framleiða íhluti og rafeindakerfi fyrir flugiðnað, auk þess að þjónusta flugflota.

Árið 2012 náði Fokker tímamóta samkomulagi við Comac flugvélaverksmiðjurnar í Kína auk þess sem ný verksmiðja í Mexíkó var tekin í notkun. Með þessu staðfestir Fokker getu sína til þess að þjóna alþjóðlegum viðskiptavinum og styrkja umsvif rekstrarins á þeim svæðum þar sem flugiðnaður er í örustum vexti.

Atburðir eftir lok reikningsskilaárs

Í febrúar 2013 gaf Eyrir út B-hlutabréf fyrir 16 milljónir evra. B-hlutabréfum fylgir ekki atkvæðisréttur en þau njóta forgangs til arðgreiðslna. Kaupendur voru lífeyrissjóðir og fagfjárfestar. Í ársbyrjun 2013 tilkynnti Eyrir ennfremur um samkomulag við meginhluta lánveitenda um framlengingu á 85% heildarfjármögnunar félagsins til 2015-2018.

Horfur

Horft fram á veginn er búist við góðum vexti og virðisaukningu í þeim atvinnugreinum sem kjölfestueignir Eyris Invest starfa í; matvæla-, orku- og flugiðnaði. Á síðastliðnum árum hafa lykilfélög Eyris stöðugt styrkt markaðsstöðu sína og eru vel í stakk búin til að njóta góðs af efnahagsbata á heimsvísu. Afkoma getur verið breytileg frá ári til árs.

 Frekari upplýsingar veitir:

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest

Sími: 525-0200

www.eyrir.is

 

Um Eyrir Invest

Eyrir er alþjóðlegt fjárfestingarfélag sem leggur ríka áherslu á virka þátttöku í rekstri og stefnumörkun lykileigna sinna. Kjölfestueignir Eyris eru 33% hlutur í Marel og 17% hlutur í iðnfyrirtækjunum Stork TS og Fokker Technologies. Að auki fjárfestir Eyrir í spennandi sprotum og styður þá til vaxtar í gegnum fjárfestingarfélagið Eyrir sprotar. „Kaupa og styðja til vaxtar“ stefna Eyris hefur skilað góðri ávöxtun frá stofnun félagsins um mitt ár 2000.

Athygli fjárfesta er vakin á eftirfarandi

Sumar staðhæfingar í þessari fréttatilkynningu kunna að vera byggðar á mati og áætlunum stjórnenda félagsins en ekki á staðreyndum sem hægt er að sannreyna við birtingu hennar. Í eðli sínu fela slíkar staðhæfingar því í sér óvissu. Við vekjum þess vegna athygli fjárfesta á því að margir þættir geta haft þau áhrif að rekstrarumhverfi og afkoma verði með öðrum hætti en forsendur gera ráð fyrir í þessari tilkynningu. Tilkynningin verður ekki endurskoðuð eftir birtingu hvað þetta varðar.

 

[1] Stork TS er með skráð skuldabréf á markaði og birtir afkomutölur í apríl 2013. LTM EBITDA eftir Q3 2012 nam 99 m evra.

 

 


12 12 31 Afkoma 2012 IS.pdf
Eyrir_Invest_Annual_Report_2012.pdf