Published: 2013-03-21 10:26:47 CET
Eik fasteignafélag hf.
Fyrirtækjafréttir

Tillaga til aðalfundar Eikar fasteignafélags hf. um hlutafjáraukningu

Stjórn Eikar fasteignafélags hf. hefur samþykkt að leggja fram tillögu á aðalfundi félagsins um heimild til hækkunar hlutafjár til samræmis við markmið um stækkun og eflingu félagsins. Endanleg hækkun er óákveðin, en tillagan gerir ráð fyrir útgáfu til hækkunar eiginfjár um allt að tvo milljarða króna í skiptri áskrift.

Aðalfundur verður haldinn þann 11. apríl n.k.

Við ákvörðun stjórnar er fyrst og fremst stuðst við mat sem byggir á langtíma áætlun félagsins.  Í þeirri áætlun, sem grundvölluð er á núverandi eignasafni, gildum leigusamningum, fjármögnunarsamningum og markaðsleigu eins og hún er nú, kemur meðal annars fram, að öllu óbreyttu, að eiginfjárhlutfall félagsins muni hækka jafnt og þétt á tímabilinu og vera komið í 40,3% í lok árs 2020.  Jafnframt munu hreinar leigutekjur/reiknuðum vöxtum, sbr. sérstök skilyrði skuldabréfaflokksins EIK 12 01, hækka úr 2,11 á árinu 2013 upp í 2,73 á árinu 2020.  Að teknu tilliti til arðgreiðslna gerir áætlun ráð fyrir að staða handbærs fjár haldist yfir  450 milljónir í lok hvers árs.

Frekari upplýsingar veitir:
Garðar Hannes Friðjónsson
Forstjóri Eikar fasteignafélags hf.
Sími 861-3027