Icelandic
Birt: 2013-01-09 14:47:28 CET
Hampiðjan hf.
Fyrirtækjafréttir

Cosmos Trawl, fyrirtæki í 100% eigu Hampiðjunnar, kaupir 80% hlut í rekstri og eignum Nordsötrawl í Thyborön, Danmörku

Cosmos Trawl A/S í Hirtshals, Danmörku hefur keypt 80% hlut í rekstri og eignum netaverkstæðisins Nordsötrawl sem er starfrækt í Thyborön í Danmörku.  Kaupverðið, sem er að fullu greitt, var DKK 13 milljónir. 
       

Jón Guðmann Pétursson, forstjóri Hampiðjunnar:  

Cosmos er stærsta netaverkstæði Danmerkur með starfsstöðvar í Hirtshals og Skagen.  Norsötrawl í Thyborön er næst stærsta netaverkstæði Danmerkur en  Thyborön hefur verið vaxandi fiskihöfn á umliðnum árum og er ein af megin fiskihöfnum Danmerkur.   Með netaverkstæði í Hirtshals, Skagen og nú í Thyborön er staða Cosmos sterk á danska veiðarfæramarkaðnum.   

Þá erum við afar ánægð að fá Flemming Ruby, eiganda og stofnanda Nordsötrawl, í lið með okkur.  Hann hefur verið frumkvöðull í þróun veiðarfæra fyrir fjöltrollaveiðar þar sem skip dregur allt upp í tólf botntroll í einu.  Flemming mun eiga 20% í félaginu og reka það áfram af sama myndarskap hér eftir sem hingað til.