Published: 2013-01-04 09:59:45 CET
Icelandair Group hf.
Fyrirtækjafréttir

Gengið frá samningum um tvær Boeing 757-200 vélar

Vegna aukningar í millilandaflugi mun félagið vera með 18 vélar í rekstri sumarið 2013 samanborið við 16 vélar sumarið 2012.  Gengið hefur verið frá kaupum á tveimur Boeing 757-200 vélum sem munu bætast við flota félagsins á næstu mánuðum.  Báðar vélarnar eru á leið í hefðbundið innleiðingarferli  til að uppfylla staðla félagsins fyrir notkun og verða meðal annars ný sæti og skemmtikerfi sett í þær báðar. Kaupverðið, sem er trúnaðarmál,  var greitt með sjóðum félagsins.  Gert er ráð fyrir að báðar vélarnar verði tilbúnar til notkunar í maí næst komandi.

Nánari upplýsingar veitir:

Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801