Icelandic
Birt: 2012-11-26 17:17:12 CET
Reginn hf.
Hluthafafundir

Dagskrá hluthafafundar Regins 4. desember 2012

Hluthafafundur  Regins hf.  verður haldinn í Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi, Austurbakka 2, 101 Reykjavík,  þriðjudaginn 4. desember 2012 og hefst kl. 15.00, stundvíslega. Fundurinn er í salnum Ríma.

Dagskrá fundarins :

  1. Kosning tveggja nýrra stjórnarmanna
  2. Tillaga lögð fram um heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutabréfum
  3.  Önnur mál.

Tillögur stjórnar Regins hf.

  1. Kosning tveggja stjórnarmanna.

Lagt er til að eftirgreindir aðilar sem gefið hafa kost á sér til setu í stjórn Regins hf. verði kosnir til setu í stjórninni fram að næsta aðalfundi félagsins:  

Guðrún Blöndal,            kt. 270360-3869

Benedikt Kristjánsson,  kt. 190952-4879

 

Greinargerð:

Stjórnarmennirnir Fjóla Þ. Hreinsdóttir og Hjördís Halldórsdóttir hafa sagt sig úr stjórn félagsins og því er nauðsynlegt að kjósa nýja aðila til setu í stjórninni í þeirra stað.

  1. Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutum

Hluthafafundur í Reginn hf. haldinn þann 4. desember 2012 samþykkir með vísan til 55. greinar hlutafélagalaga nr. 2/1995, að heimila stjórn félagsins á næstu þremur árum að kaupa hlutabréf í félaginu sjálfu.  Kaupverð bréfanna skal miðast við síðasta skráða dagslokargengi á markaði áður en samningur um hlutafjárkaupin er gerður.  Ekki eru sett lágmörk á heimild þessa hvað fjölda hluta varðar. Félagið og dótturfélög  þess mega aldrei eignast fleiri hluti í sjálfu sér en lög bjóða, nú 10% af hlutafénu.

Ofangreind dagskrá og tillögur eru hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins að Smáralind, 3. hæð, að Hagasmára 1, 201 Kópavogur, frá og með 27. nóvember 2012. Upplýsingarnar eru auk þess aðgengilegar á heimasíðu félagsins,  www.reginn.is.   Fundargögn verða afhent á fundarstað.

Kópavogur, 26. nóvember 2012

Stjórn Regins hf.