Published: 2012-10-31 17:19:29 CET
Icelandair Group hf.
Reikningsskil

Góð afkoma á þriðja ársfjórðungi

  • EBITDA 77,9 milljónir USD og eykst um 7,4 milljónir USD á milli ára.
  • Tekjuaukning 8% frá sama tímabili í fyrra.
  • Eiginfjárhlutfall 39%.
  • Handbært fé frá rekstri 10,1 milljón USD samanborið við 5,3 milljónir USD til rekstrar árið áður.

 

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri:

„Það var áframhaldandi arðbær innri vöxtur á þriðja ársfjórðungi hjá félaginu.  Farþegum í millilandaflugi fjölgaði um 11% á milli ára og sætanýting nam 84,0% en var 83,3% á sama tímabili 2011.  Farþegum sem fljúga með félaginu á milli Norður-Ameríku og Evrópu fjölgaði um 22%, en sá markaður hefur verið í stöðugum vexti síðustu misseri.  Farþegum til Íslands fjölgaði einnig töluvert sem hafði jákvæð áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki innanlands.

Afkoma félagsins á ársfjórðungnum var góð og hagnaður tímabilsins nam 51,4 milljónum USD og var 7,6 milljónum USD hærri en á sama tímabili á síðasta ári. Afkoma margra flugfélaga í heiminum hefur að undanförnu versnað vegna ótryggs efnahagsástands og viðvarandi hás eldsneytisverðs. Af þeim sökum er gleðilegt að sjá hversu góðum árangri Icelandair Group nær á sama tíma.  Sveigjanleiki í viðskiptalíkani, sterk vörumerki ásamt góðu og ötulu starfsfólki hefur gert okkur kleift að takast á við krefjandi ytri aðstæður og sýna mjög ásættanlega afkomu. 

Afkoma þriðja ársfjórðungs var í takt við áætlanir og er afkomuspá fyrir árið óbreytt en hún gerir ráð fyrir að EBITDA verði á milli 110-115 milljónir USD.“

 

Frekari upplýsingar veita:

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sími: 896-1455
Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group, sími: 665-8801 


Icelandair Group hf 30 9 2012.pdf
Fréttatilkynning_Q3_2012.pdf